Frétt

Guðjón A. Kristjánsson | 16.03.2001 | 11:46Að spila með eða á kvótakerfið?

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson.
Vestfirðingar, vegna umfjöllunar um nýja skýrslu Byggðastofnunar ,,Sjávarútvegur og byggðaþróun á Íslandi“ ákvað ég að birta að nýju grein frá því í júlí 1999 sem sýndi fram á færslu kvóta frá Vestfjörðum sem ég fullyrti þá að væri 5 milljarða króna virði. Ég tel óþarft að skrifa sama sannleikann aftur og aftur og birti því greinina óbreytta að nýju. Ég vil hins vegar láta þess getið að ég fagna því að stjórnarmenn í Byggðastofnun virðast loks hafa áttað sig á afleiðingum kvótabraskkerfisins.
16. mars 2001, Guðjón A. Kristjánsson, alþingismaður.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 4. júlí er umfjöllun um vanda atvinnulífsins á Vestfjörðum. Í umfjöllun blaðsins segir að ekki verði séð að um verulegan samdrátt í aflahlutdeild sé að ræða, þ.e. að „lítill kvóti hafi farið af svæðinu sem nú kallast Ísafjarðarbær“.

Það verður að teljast mikil einföldun á vanda Vestfjarða að draga umfjöllunina aðeins um svæðið sem nú kallast Ísafjarðarbær og ekki gefur það að mínu mati rétta mynd af því sem hefur verið að gerast í útgerðinni sem starfað hefur í aflamarkskerfinu. Til skýringar skal tekið fram að í þessari grein er aðeins fjallað um minnkandi hlutdeild í heildarafla í kvótakerfi skipa stærri en 6 brúttórúmlestir. Lög nr. 38/1990 gáfu algjört frelsi til þess að braska með kvótann, þess vegna er staðan einnig skoðuð árið 1989.

Eins og sést á þessari töflu hefur þorskkvóti vestfirsku togaranna minnkað úr 15.164 tonnum árið 1984, fyrsta ár kvótakerfis, um tæplega helming í 7.932 tonn árið 1998. Tekið skal fram að frystiskipin Júlíus Geirmundsson og Hólmadrangur eru ekki í þessum samanburði.

Til þess að fá raunhæfan samanburð á botnfiskkvóta hefur úthafsrækjan sem kom inn í kvóta síðar verið tekin út úr þorskígildum. Úthafsrækjukvótinn er nú um 6 þúsund tonn á þeim skipum sem í töflunni eru, en verður skorinn niður um á næsta fiskveiðiári.

Samdráttur kvótans á Vestfjörðum er fyrst og fremst vegna þess að skip og kvóti hafa verið seld út af svæðinu. Togarinn Stefnir var áður Gyllir og kvóti Guðbjarts ÍS, Hálfdáns í Búð ÍS og Elínar Þorbjarnardóttur ÍS var að mestu færður á skip Básafells, Orra ÍS og Guðmundar Péturs. Skutull ÍS er að mestu með úthafsrækjukvóta og er einnig aðeins á kaupleigu hjá Básafelli. Eignarhaldsfélagið Kista á Skutul og kvótann sem á honum er. Þegar þessar staðreyndir eru skoðaðar sést vel að Vestfirðingar hafa misst mikið af störfum og tekjum. Bankar og sjóðir hafa knúið fram sölu eða uppboð á skipum til þess að tryggja sitt fé út úr kvótakerfinu, þannig hefur verið spilað með kvótakerfinu. Þetta hlýtur að afsanna þá kenningu, sem skýtur upp kollinum öðru hvoru, og segir að Vestfirðingar kunni ekki eða vilji ekki spila með kvótakerfinu og þess vegna er staða sjávarútvegs þeirra eins og hann er í dag. Þetta er reginfirra. Margir handhafar kvótans á Vestfjörðum hafa einmitt verið hvað ötulastir á landsvísu að nota lagalegar heimildir kvótakerfisins til þess að framselja veiðiheimildir úr þessum landshluta.

Sumir útgerðaraðilar hafa á seinni árum tekið mikið fé út úr vestfirskri útgerð með sölu á skipum og kvótum frá Vestfjörðum, ýmist beint eða með sameiningu við önnur stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eins og t.d. Samherja, Þorbjörn eða sameiningu innan Vestfjarða í Básafell og Hraðfrystihúsið. Samanlagt er um að ræða að útstreymið nemi á milli 4 og 5 milljörðum króna. Þannig er einnig hægt að segja að margir hafa eignast mikið fé með því að spila með kvótakerfið. Afleiðing þessa útstreymis fjár má í dag sjá að hluta í mjög skuldsettum sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum.

Niðurstaðan er sú af þessum athugunum að stór hluti kvótans í stóra kvótakerfinu er farinn burt, munar þar mest um þorsk og grálúðu eins og sést vel á meðfylgjandi súluritum. Síðan er sú staðreynd að fram að þessu hefur mest verið um það að fé hafi verið tekið út úr vestfirskum útgerðarfyrirtækjum en lítið um að fé komi inn í fyrirtækin.

Það liggur hins vegar fyrir að venjulegt fólk á Vestfjörðum, allir aðrir en þeir sem „ávaxtanna“ hafa notið, er ekki bara að missa atvinnu sína og fótfestu, heldur eru afleiðingar þess að hægt er að selja kvótann burt, einnig að gera eignir fólks og eignir þjónustuaðila á svæðinu verðlausar. Réttarstaða venjulegs Vestfirðings sem ekki á kvótafiskinn sem syndir í sjónum er engin. Um þetta kerfi óbreytt verður aldrei þjóðarsátt. Smábátakvótinn stefnir í sömu braut eftir 1. september 2000. Þá selja þeir sem þar starfa nú ef ekki verður þegar í haust snúið frá þeirri helstefnu sem þar hefur verið mörkuð. Ég hef almennt gengið út fr

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli