Frétt

Einar K. Guðfinnsson alþm. | 25.10.2003 | 11:28Er ómögulegt að vinna opinber störf á landsbyggðinni?

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður.
Leiðari Morgunblaðsins sl. fimmtudag nefndist Misráðin byggðapólitík og fjallar um orð mín í umræðum á Alþingi, þar sem rætt var um vanda hinna minni sjávarbyggða. Í ritstjórnargreininni er greinilega ratað inn á slæmar villigötur og umfjöllunin því nokkuð villandi. Gagnrýni leiðarahöfundar lýtur að því sem kallað er „lausnir“ „sem felast í því að ríkisbáknið sé þanið út“. Orð mín á Alþingi hinn 13. október gefa hins vegar ekkert tilefni til slíkra ályktana né útlegginga.
Í ræðu minni vék ég að því, að málshefjandi þessarar umræðu á Alþingi hafði sérstaklega beint sjónum sínum að öðrum lausnum til handa sjávarbyggðunum en þeim sem byggðust á breyttri skipan sjávarútvegsmála. Um það mál sagði ég í ræðu minni:

Stærsti vinnuveitandinn verður að leggjast á árarnar

„En það er alveg rétt sem háttvirtir þingmenn hafa vakið athygli á, við þurfum auðvitað að reyna að leggja áherslu á annars konar atvinnulega uppbyggingu jafnframt og ríkisstjórnin verður að taka fast á þeim málum. Það blasir t.d. alveg við, að ef stærsti vinnuveitandi landsins, ríkisvaldið, leggur ekki áherslu á uppbyggingu sína úti á landi eins og á höfuðborgarsvæðinu, er þetta stríð tapað. Stærsti vinnuveitandi landsins verður einfaldlega að leggjast á árarnar í þessum efnum og ég vil í þessu sambandi sérstaklega segja það, að auðvitað skapast núna ný tækifæri með þeirri uppsveiflu sem fram undan er til þess að fara í meira átak en nokkru sinni fyrr, í það að flytja hin opinberu störf út á land, koma þeim fyrir í þeim byggðarlögum þar sem fólk kallar á vinnu. Eins og við sjáum á tölum vantar okkur inn í aldurshópana stóra árganga. Ein forsendan fyrir því að unga fólkið, fólkið sem hefur leitað sér menntunar, komist til starfa aftur í heimabyggðum sínum, er að ríkisvaldið leggist á árarnar einmitt á þessum vettvangi.“

Útþensla báknsins?

Þarna er ekki verið að krefjast þess að ríkisvaldið, báknið, sé þanið út. Öðru nær. En þarna er hins vegar þess krafist að sanngjarn hluti ríkisumsvifanna sé utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru nú öll ósköpin.

Þar liggja gríðarleg tækifæri. Stærsti vinnuveitandi landsins er ríkið. Mörg þau verkefni og störf sem unnin eru á þess vegum eru þess eðlis, að staðsetningin skiptir litlu máli. Ég hef í ótal ræðum, greinum í dagblöðum og á heimasíðu minni bent á tækifæri sem eru fyrir hendi á þessu sviði. Aldrei hefur þess verið krafist að slík stefnumörkun leiddi til aukinna ríkisumsvifa.

Það er rétt sem segir í leiðara blaðsins, að tækifærin í þessum efnum liggja meðal annars í nýjum stofnunum sem ríkið er að setja á laggirnar. Því miður höfum við ekki náð að grípa þessi tækifæri. Þrátt fyrir að á þau hafi verið bent. Tregðulögmálið hefur komið í veg fyrir það. Við vitum að tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu á hinn bóginn að menn gangi til slíkra verka. Ótal hillumetrar af skýrslum færa okkur heim sanninn um það. – Og í guðs bænum, ekki fleiri skýrslur af því tagi!

Byggðastefna með öfugum formerkjum

Menn verða ofur einfaldlega að átta sig á því, að ákvörðun um staðsetningu á þjónustu ríkisins er byggðastefna. Með því að staðsetja nær alla þá atvinnustarfsemi á einu atvinnusvæði er verið að hygla því umfram önnur. Þetta er eins konar byggðastefna með öfugum formerkjum.

Kannanir sýna að fólk vill gjarnan búa á landsbyggðinni. En fólk krefst fjölbreyttra atvinnutækifæra. Slíka möguleika hefur hið opinbera meðal annars verið að búa til í stofnunum sínum og með starfsemi sinni utan landsbyggðarinnar. Unga fólkið á því tæplega mikið val. Vinna við hæfi fæst helst utan heimahaganna og því flytur fólkið á braut. Stefnumótun í þeim anda sem ég hef talað fyrir gæti breytt því.

Hver er ávinningurinn?

Við vitum að framundan er mikil fjárfesting, sem bæta mun atvinnustigið mjög mikið. Svo mikið raunar, að ýmsir óttast að það kunni að leiða til mikillar og óheppilegrar þenslu. Öll vitum við að þeirrar þenslu mun helst gæta í veikari byggðunum úti um landið með þeim hætti, að það laði menn til búferlaflutninga. Fólk sækir í aukna vinnu, meiri umsvif og betri laun.

Það er við slíkar aðstæður sem augljóslega skapast gott ráðrúm til þess að færa til störf og setja niður ný störf á vegum hins opinbera úti á landsbyggðinni. Það veldur ekki röskun, vegna þess að atvinnutækifærin að öðru leyti verða kappnóg. Það eykur ekki ríkisumsvif, vegna þess að einvörðungu verður um að ræða nýja staðsetningu á verkef

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli