Frétt

mbl.is | 23.10.2003 | 08:21Þórshafnarbúum leiðist biðin eftir ADSL-tengingu

Þórshafnarbúum leiðist biðin eftir ADSL-tengingu en að mati Símans er byggðin of fámenn til að það svari kostnaði að veita henni þessa þjónustu. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að hann hafi fyrir hönd Þórshafnarbúa barist fyrir því að fá ADSL-tengingu á svæðið undanfarin misseri án árangurs. Upphaflega hafi samstarfsaðili Þórshafnar, sem hafi verið í samskiptum við Símann, borið þau boð frá Símanum að íbúafjöldi þyrfti að vera 500 manns til að hægt yrði að fá þessa tengingu, en ef hægt yrði að safna ákveðnum fjölda notenda myndi Síminn koma tengingunni á. Tilteknum notendafjölda hefði verið safnað en þá hefði samstarfsaðilinn sagt að Síminn hefði farið fram á fleiri notendur. Þegar legið hefði fyrir að hægt yrði að ná þessum fjölda hefðu þau skilaboð borist að þetta væri tilgangslaust því ekki stæði til að koma þessari tengingu á.
„Við erum mjög óhress með þetta,“ segir Björn og vísar til þess að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé rætt um að stefnt skuli að því að allir hafi jafnan aðgang til náms. Þar sé meðal annars talað um að efla möguleika á fjarnámi. „Fjarnám yrði væntanlega helst nýtt í þessum dreifðari byggðum landsins, en það er hins vegar varla valkostur ef þú átt ekki kost á þessari tækni,“ segir Björn. „Þetta er svolítið mótsagnarkennt. Annars vegar á að efla fjarnámið. Fjarnámið mun væntanlega mest vera nýtt í hinum dreifðari byggðum en þær eiga ekki að eiga aðgang að þessari þjónustu. Þetta verða menn bara að gjöra svo vel að leysa ef þeir ætla að standa við svona loforð.“

Björn segist hafa skrifað Símanum vegna þessa í vor sem leið og fengið svar í september þess efnis að tengingin væri ekki gerleg vegna íbúafjöldans en 413 manns búa á Þórshöfn. Hann hefði þá farið nánar yfir málið með fulltrúa Símans og þá hefði aðeins verið dregið í land og rætt um að málið yrði skoðað.

Björn segir mikilvægt að fjarskiptatæknin sé í lagi. Þegar ungt fólk komi í sína heimabyggð geri það kröfu um það að það gangi að sömu hlutum og það hafi vanist annars staðar og ekki sé hægt að ætlast til að það sé hvatt til að koma og setjast að séu þessir hlutir ekki í lagi. „Það er mjög mislukkuð byggðastefna sem gerir þetta ekki kleift. Besta byggðastefnan er að koma þessum hlutum í lag og þá sjáum við sjálf um afganginn, ef við sitjum við sama borð. En við erum óhress með gang mála og kyngjum ekki þessum rökum um kostnað.“

Eva Magnúsdóttir, kynningarfulltrúi Símans, segir að þegar stjórn Símans hafi tekið ákvörðun um útbreiðslu ADSL-kerfisins í fyrrasumar hafi verið miðað við 500 íbúa í ákveðinni fjarlægð frá hverri símstöð og uppbyggingu í þeim bæjarfélögum, sem uppfylli þessi skilyrði, sé lokið. „Áður en ákvörðun um uppsetningu í hverju bæjarfélagi er tekin er litið til hagkvæmnissjónarmiða, meðal annars kostnaðar við uppbygginguna svo og fjölda viðskiptavina. Vegna eðlis tækninnar og kostnaðar við uppsetningu er ekki hægt að bjóða ADSL-þjónustuna í sveitum landsins,“ segir hún, en bætir við að kröfur séu á stærri framleiðendur að koma með ódýrari lausnir fyrir minni bæjarfélög og Síminn fylgist grannt með því.

Að sögn Evu er víðast hvar í nágrannalöndunum verið að byggja upp ADSL-þjónustu þar sem 2.000 símnotendur séu tengdir við símstöð að lágmarki á meðan Síminn þjónusti svæði með fleiri en 500 íbúa.

Póst- og fjarskiptastofnun leggi ákveðna kvöð á Símann um alþjónustu, en til alþjónustu teljist talsímaþjónusta, handvirk þjónusta, þjónusta við öryrkja og gagnaflutningsþjónusta með 128 kb flutningsgetu. Síminn uppfylli alþjónustukvöðina sem feli í sér að allir notendur skuli eiga rétt á alþjónustu, óháð staðsetningu. Þetta uppfylli Síminn með ISDN sem nái til um 99% þjóðarinnar.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli