Frétt

Leiðari 10. tbl. 2001 | 07.03.2001 | 14:05Hvenær ætlar þjóðin að vakna?

„Ég held að það sé borin von að það skapist meiri sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið ef það á að skilja smábátakerfið eftir sem rjúkandi rúst.“

Sá er svo mælir er fyrsti þingmaður Vestfirðinga, Einar Kristinn Guðfinnsson, í viðtali við DV nýverið. Tilefnið kann að vera hótun Kristjáns Ragnarssonar, stjórnarformanns LÍU, um málsókn ef gildistöku laga um kvótasetningu á ýsu, ufsa og steinbít verður frestað á ný á hausti komanda.

Engum blöðum er um það að fletta að þingmaðurinn hefur aðra sýn á lífsviðhorf og störf fólksins við sjávarsíðuna og hver örlög sjávarplássa víðs vegar um landið verða, ef lögin um kvóta á þessum fisktegundum ná fram að ganga, en gæslumaður stórútgerðarinnar sem þrátt fyrir góðærið margrómaða er komin í svo bullandi vandræði að fátt, ef þá nokkuð, getur bjargað henni.

Gæslumaðurinn er ekki ber að baki. Ráðherra sjávarútvegsmála er aldrei langt undan. Ráðherrann hefur engin áform uppi um að lögin um kvóta á tilgreindar fisktegundir taki ekki gildi eða gildistöku þeirra verði frestað á nýjan leik. Málið er í Endurskoðunarnefndinni, sem ráðherrann veit manna best að logar stafna á milli af ágreiningi. Og því ólíklegt að þaðan komi nokkuð bitastætt til sátta.

Örlög sjávarbyggða virðast skipta stjórnarformann LÍÚ litlu máli. Ráðherra sjávarútvegsmála virðist heldur ekki uppnæmur. Enda hefur ráðherrann orðað það svo huggulega, að hann ætli ekki að meina fólki að flytjast þangað, sem það kýs fremur að búa.

Framundan er grimm barátta og mikil átök. Hagsmunaverðir kvótakerfisins gefa ekkert eftir og hafa aldrei ætlað sér. Hvað ætla þeir þingmenn að gera, sem sjá fram á að smábátakerfið verður skilið eftir sem rjúkandi rúst, með skelfilegum afleiðingum fyrir fjölda sjávarplássa? Munu þingmenn allra flokka, sömu skoðunar og Einar Kristinn, sameinast gegn yfirganginum sem opinberast í hótun stjórnarformanns LÍÚ? Munu þeir sniðganga fyrirskipanir formanna sinna og samþykktir flokksþinga og fylgja því heiti einu er þeir gengust undir með þingmannseiði sínum?

Þingmenn Vestfjarða virðast einhuga í þessu máli. Í ljósi þess ber þeim að ganga fram fyrir skjöldu, fá aðra þingmenn sama sinnis til liðs við sig og berjast gegn þessum ólögum þar til sigur er unninn.

Hvenær ætlar þjóðin að vakna! Hafa menn ígrundað hvað tekur við, ef þessi orusta tapast?
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli