Frétt

bb.is | 02.09.2003 | 12:47Refaskytta hættir: Segir lögbrjóta á kreiki við Arnarfjörð og Dýrafjörð

Arnfinnur A. Jónsson refaskytta hefur sagt sig frá starfi sínu við grenjaleit og vinnslu „sökum ágengni óviðkomandi aðila við grenin“ eins og hann segir í uppsagnarbréfi sínu til landbúnaðarnefndar Ísafjarðarbæjar. Í bókun á fundi 24. júlí harmar nefndin að ráðnar grenjaskyttur skuli ekki fá frið til þess að sinna störfum sínum og leita beri leiða til að slíkt endurtaki sig ekki. Nefndin taldi sér hins vegar ekki fært að verða við ósk Arnfinns um bætur vegna tekjutaps. Arnfinnur furðar sig á því að frétta fyrst nú frá blaðamanni af afgreiðslu nefndarinnar fyrir nærri sex vikum.
Á fundi landbúnaðarnefndar í vor var Arnfinnur skipaður til að sinna refaveiðum í Auðkúluhreppi og Þingeyrarhreppi hinum fornu eða í syðsta hluta lögsagnarumdæmis Ísafjarðarbæjar. Í samtali við bb.is kvaðst Arnfinnur hafa sinnt grenjavinnslu á þessum slóðum síðan 1983. Þessi vinna hafi gengið árekstralaust þar til í fyrra þegar bera fór á því að utanaðkomandi aðilar væru að reyna að vinna dýr á grenjum. Slíkt væri lögbrot því skipaðir veiðimenn mættu einir veiða á tímabilinu frá 1. maí til 1. ágúst, að undanskildum æðarræktendum og öðrum bændum er verja þyrftu bústofn sinn. Arnfinnur segir að sér svíði að menn skuli komast með þessum hætti upp með að ræna hann launum sínum.

Í reglum um skotlaun kemur fram að Ísafjarðarbær greiðir 1.600 krónur á yrðling en 7.000 krónur á fullorðið dýr á veiðtímabilinu. Utan þess tíma eru greiddar 7.000 krónur fyrir hvert veitt dýr óháð aldri. Arnfinnur fullyrðir að umræddir veiðimenn geymi skottin þar til eftir 1. ágúst og margfaldi þau þar með í verði. Þannig séu menn einnig að hafa fjármuni af bæjarsjóði. Vandamál þetta kvað hann nær eingöngu vera bundið við Arnarfjörð og Dýrafjörð.

Arnfinnur kveðst oft hafa rætt þessi mál við starfsmenn Ísafjarðarbæjar en ekkert hafi gerst í málinu. Því hafi hann ekki átt annan kost en að hætta störfum. Honum finnst leitt að hafa ekkert heyrt frá landbúnaðarnefndinni síðan hann sendi afsagnarbréfið. Ennþá verra sé að heyra það nú frá blaðamanni að nefndin hafi tekið um það ákvörðun að hafna beiðni hans um bætur vegna tjóns hans sem hann telur nema mörgum tugum þúsunda króna.

Þórir Örn Guðmundsson hjá Ísafjarðarbæ kvað málið snúið og erfitt viðureignar. Til þess að sanna sök yrði að standa menn að verki við grenjavinnslu en það hefði ekki gerst. Hann kvað menn þar á bæ vera að skoða málið og ræða leiðir til úrbóta. Meðal þess sem menn hafa rætt er sú leið að breyta fyrirkomulagi á greiðslum fyrir unnin dýr en engin ákvörðun hefur verið tekin.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli