Frétt

Illugi Jökulsson | 09.08.2003 | 12:41Hvalir eru kýr frá Afganistan

Þessi pistill er skrifaður handa öllum þeim sem eiga erfitt með að gera upp við sig hvort þeir styðji hvalveiðar eður ei. Ekki búast við að hann hjálpi ykkur að komast að niðurstöðu. Það hefur nefnilega reynst mér sjálfum ómögulegt og meðan ég skrifa hann mun ég skipta um skoðun að minnsta kosti þrisvar. Í raun sé ég ekkert athugavert við hvalveiðar. Að minnsta kosti ef tryggt er að viðkomandi hvalur sé ekki í útrýmingarhættu og veiðarnar fari fram með sæmilega „mannúðlegum“ hætti – ef svo má þá segja. Það sé ekki verið að pína hvalinn tímunum saman, elta hann uppi með skutul í blæðandi skrokknum.
Friðsælt andlát í faðmi fjölskyldunnar?

En jafnvel krafa um „mannúðlegar drápsaðferðir“ getur verið vafasöm. Því ef einhver skyldi nú halda að hvalir sem sleppa við að vera veiddir eigi að lokum friðsælt og fagurt andlát í faðmi fjölskyldu sinnar, þá er það misskilningur. Það gildir sama um þá og öll önnur dýr – algengasta dánarorsök þeirra sem sleppa við að vera étnir á unga aldri er hægfara og kvalafullur hungurdauði eftir að hvalurinn er orðinn of gamall og lasinn til að afla sér fæðu. Og þeir hvalir sem ekki eru einfarar í eðli sínu hafa þá fyrir löngu verið yfirgefnir af „fjölskyldu“ sinni.

Hvað er ég að segja með þessu? Að hvalveiðar séu eiginlega bara líknardráp? Að Kristján Loftsson sé eins konar dr. Kevorkian hvalaþjóðarinnar? Ég veit ekki. Ég veit ekkert hvað mér finnst um hvalveiðar. Ég sagði ykkur það. En ég sé sem sagt ekkert siðferðilega rangt við hvalveiðar. Meðan við stundum dýradráp yfirleitt okkur til matar – og það er nú lítið útlit fyrir að slíkt verði aflagt á næstunni. Hví skyldum við þá ekki drepa hvali? Éta þeir ekki svo hræðilega mikinn þorsk, sem við gætum ella snúið okkur af festu og ákveðni að því að ofveiða? Um að gera – upp með skutlana!

Eigum við að veiða hunda?

En strax og andstæðingar hvalveiða taka til máls, þá er ég búinn að skipta um skoðun. Af hverju að taka þá áhættu sem felst í hvalveiðum fyrir mjög svo vafasaman ávinning? Af hverju að leggja undir þann blómlega atvinnuveg sem hvalaskoðunarferðir eru að verða, bara til að við getum barið okkur á brjóst og rekið upp siguróp karlapans: „Við látum sko engar kellíngar og pempíur í útlöndum banna okkur að drepa dýr okkur til matar! Við erum víkingar, karlmenn og Íslendingar!“

Því ég fæ ekki séð að það séu öllu veigameiri rök fyrir því að veiða þessar 38 hrefnur í hinu svokallaða „vísindaskyni“, heldur en að sanna þetta í eitt skipti fyrir öll. Fyrir útlenskum kellíngum.

Hér er komið eitt vandamálið við að mynda sér skoðun um hvalveiðar – þó maður sé svona innst inni heldur sammála talsmönnum hvalveiða, þá er ekkert þægilegt að vera með þeim sumum í liði. Það er eins og ef maður héldi með KR og uppgötvaði að stór hluti stuðningsmannanna væru tómir húligans. Talsmenn hvalveiða eiga til að blása á andstöðu í öðrum löndum því hún stafi bara af einhverjum „tilfinningaástæðum“.

Ojbara! Tilfinningar!

En eigum við þá ekki að hefja til dæmis hundaveiðar? Ekki eru hundar í útrýmingarhættu! Við gætum sparað þjóðfélaginu heilmikinn pening í hundamat og líka aflað slatta af safaríku kjöti af seppunum. Vilja hvalveiðimennirnir þá skella skoti í byssuna og drepa hundinn sinn? Nei – auðvitað ekki.

Og af hverju ekki? Nú, auðvitað af tilfinningaástæðum! Og engu öðru. Þið sjáið – lífið er töff.

Drepum 38 afganskar beljur!

Og það er nú eitt – „vísindaveiðarnar“. Það er auðvitað út í hött að þessar veiðar séu í einhverju vísindaskyni. Við eigum ekki að gefa á okkur þann höggstað að bulla svona. Þetta eru bara hvalveiðar. Punktur. Ég sagði ykkur að þið yrðuð engu nær. Ég er sjálfur engu nær. Hins vegar má kannski að lokum nefna að nýjustu rannsóknir á uppruna hvala benda til þess að þeir séu komnir af skepnum, náskyldum kúm, sem einu sinni bjuggu í fjörunni þar sem nú er Afganistan. Hásléttan í Afganistan var nefnilega einu sinni hafsbotn þótt ótrúlegt megi virðast.

Hvalir eru sem sagt í eðli sínu afganskar kýr. Og hvað segir það okkur? Ættum við að leysa málið með því að leyfa Kristjáni Loftssyni og félögum að fljúga til Afganistan og skjóta 47 beljur á færi? Miðað við þá lögleysu sem þar ríkir eftir að Bandaríkjamenn „frelsuðu“ Afgani, þá ætti það að vera mögulegt.

Fréttablaðið – Illugi Jökulsson skrifar um daginn og veginn.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli