Frétt

bb.is | 07.08.2003 | 13:18Viðburðir og skemmtanir af mörgu tagi í boði í Strandasýslu

Nábrókarstafur. Strandamenn eru sérfræðingar í göldrum, bæði að fornu og nýju.
Nábrókarstafur. Strandamenn eru sérfræðingar í göldrum, bæði að fornu og nýju.
Fjölmargir viðburðir til skemmtunar og afþreyingar fyrir unga sem eldri verða víða á Ströndum á næstunni. Þar má nefna draugadaga, íþróttamót, dansleiki, Djúpavíkurdaga, dráttarvéladag og töðugjöld og tónleika af ýmsu tagi. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hvetur fólk til að njóta lífsins í sumar. Til þess gefast mörg tækifæri á Ströndum eins og fram kemur á lauslegu yfirliti hér fyrir neðan um atburði í héraðinu fram yfir miðjan mánuðinn.
Laugardagur 9. ágúst

► Draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Forn galdramaður af Ströndum kveður niður draug með særingum, góli og aðstoð gesta kl. 11, 13, 15 og 17. Ekki fylgir sögunni hvort hér er alltaf um sama drauginn að ræða sem rís þá jafnharðan upp eða hvort nýir draugar mæta á tveggja tíma fresti.

► Strandatvíþraut á Hólmavík á vegum Skíðafélags Strandamanna hefst kl. 11 við Pósthúsið. Hlaupið um göngustíginn og hjólað um Óshringinn. Skráning á staðnum.

► Seinni umferð bikarkeppni karla í knattspyrnu á Drangsnesi kl. 13. Allir að mæta og hvetja sitt lið.

► Gömludansaball í Laugarhóli í Bjarnarfirði. Tríóið Hrossagaukar spilar á ballinu sem hefst kl. 22. Aðgangseyrir kr. 500. Léttar veitingar í boði. Nánari upplýsingar í síma 451-3380.


Sunnudagur 10. ágúst

► Draugadagur á Galdrasýningunni á Hólmavík. Forn galdramaður af Ströndum kveður niður draug með særingum, góli og aðstoð gesta kl. 11, 13, 15 og 17.

► Kaffihlaðborð í Sauðfjársetrinu í Sævangi frá kl. 14 til 18.

► Pollamót HSS á Skeljavíkurvelli við Hólmavík kl. 14. Keppt verður í tveimur flokkum, 10 ára og yngri og 11 til 14 ára. Skráning í lið á staðnum. Allir hvattir til að mæta og spreyta sig.


Mánudagur 11. ágúst

► Fjórða borðtennismót Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík fer fram í Félagsheimilinu og hefst kl. 20. Allir hvattir til að mæta og sveifla spaðanum. Skráning á staðnum.


Föstudagur til sunnudags 15.-17. ágúst

► Djúpavíkurdagar. Hátíðarhöld í Djúpavík við Reykjarfjörð. Dagskrá nánar auglýst síðar.


Föstudagur 15. ágúst

► Tónleikar og dansleikir á Café Riis og í Bragganum á Hólmavík yfir helgina. Mögnuð tónlistarveisla. Hið eldhressa Ríó Tríó heldur tónleika í Bragganum kl. 21. Aðgangseyrir kr. 2000.

► Dansleikur sumarsins með hinni síungu bítlahljómsveit Hljómum í Bragganum kl. 24. Aðgangseyrir er kr. 2.500. Aldurstakmark 18 ár.


Laugardagur 16. ágúst

► KK og Magnús Eiríksson halda tónleika í Bragganum kl. 21. Aðgangseyrir kr. 2.000.

► Trúbadorinn Halli Reynis verður með ekta pöbbastemningu á Café Riis frá kl. 23.30. Aðgangseyrir kr. 1.000.

► Barnamót HSS í frjálsum íþróttum (12 ára og yngri) haldið á Sævangsvelli við Steingrímsfjörð.


Sunnudagur 17. ágúst

► Dráttarvéladagur og töðugjöld á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Glæsilegt kaffihlaðborð frá kl. 14, leikir á vellinum, héraðsmót í ökuleikni á dráttarvélum og allt fullt af gríni og glensi.

► Kaffihlaðborð á Hótel Djúpavík.

► Hinn frábæri tenór Ólafur Kjartan Sigurðarson heldur tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 14 við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara.

hlynur@bb.is

Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík

Galdrasýning á Ströndum

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli