Frétt

kreml.is – Sigurður Pétursson | 29.07.2003 | 14:40Hundadagakonungur ársins

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Eins og allir vita standa nú yfir hundadagar. Þeir standa yfir mánuðinn frá 13. júlí til 23 ágúst, og eru nefndir eftir stjörnumerkinu hundur. Ekki veit ég hvar þetta stjörnumerki er staðsett á himinhvolfinu, eða hvernig það lítur út, en þetta er merkilegur mánuður. Eitt sinn var framin stjórnarbylting um þetta leyti á Íslandi. Það var árið 1809, þegar hingað kom danskur ævintýramaður með enskum kaupmönnum. Þegar fúlir embættismenn, af dönsku kyni, ætluðu að gera sig breiða og þvælast fyrir ensku kaupmönnunum, tók Jörgen Jörgensen, aðstoðarmaður þeirra, völdin í landinu, skipaði sig verndara þjóðarinnar og setti danska kónginn af. Ríkti hann svo í landinu þennan mánuð og fékk nafnið Jörundur hundadagakonungur að launum. Það má teljast merkilegt að ekkert bæjarfélag eða samtök hafa tekið þessa daga upp á arma sína í öllu þessu dagaæði sem nú ríkir: Bryggju-hafnar-siglinga-sælu-menningar-færeysku-grænlensku-dönsku-írsku-frönsku dagar eru haldnir um land allt, en engir hundadagar. Hvað þá að útnefndur sé Hundadagakonungur ársins. Mér dettur því ráð í hug.
Það vill svo til, að hundadaga ber einmitt upp á þann tíma ársins sem flestir landsmenn eru í sumarleyfum, enda hásumar. Stofnanir og fyrirtæki eru hálflömuð og það er lítið að gerast. Fjölmiðlamenn tóku upp á því fyrir nokkrum árum að kalla þennan tíma gúrkutíð. Fór þar saman tímabilið þegar íslensku gúrkurnar komu á markaðinn hér í eina tíð, og fréttaþurrðin varð alger. Það gekk svo langt að menn urðu hreinlega að búa til fréttir, svo hægt væri að segja frá einhverju. Það er í þessu ástandi sem smámál verða að stórmálum. Atvik eða uppljóstrun sem sagt yrði frá í smáfrétt og ef til vill næði ekki inn í stærstu fréttatíma í útvarpi og sjónvarpi, verður allt í einu að aðalfrétt dagsins, suðar í eyrum okkar allan daginn og heldur svo áfram sjálfstæðu lífi næstu daga í öllum fölmiðlum, þar sem allar hliðar málsins eru tíundaðar og allir sem næst í og ekki eru í sumarfríi, tjá sig fjálglega í fjölmiðlunum, enda ekki á hverjum degi sem venjulegar undirtyllur fá að baða sig í fjölmiðlunum, meðan aðalfólkið er í sumarfríi.

Þannig mátti heyra það nú í vikunni að ægilegt hneyksli hefði átt sér stað hér í Skutulsfirði. Grandvar bóndi sem fenginn var til að bera grasfræ og náttúrulegan áburð í kantana á nýgerðan vegarspotta, varð allt í einu að einhverjum umdeildasta manni á Vestfjörðum, ef ekki öllu landinu. Það kom nefnilega mykjulykt af áburðinum! Nú kom í ljós að sjóbarðir og þreklundaðir Vestfirðingar þola ekki lengur kúalykt. Allir helstu embættismenn sem ekki voru í sumarfríi; umsjónarmaður tjaldsvæðisins, ráðsmaður golfvallarins, framkvæmdastjórar Ungmennalandsmótsins sem halda á eftir viku, starfsmenn tæknideildar bæjarins og sjálfur bæjarstjórinn. Allir voru komnir á fulla ferð í fjölmiðlum til að gagnrýna, lýsa hneykslun, heimta aðgerðir, skoða, rannsaka, meta, kanna viðbrögð, athuga úrræði og leggja fram tillögur um úrbætur. Allt útaf kúamykjuþef sem lá yfir dalnum. Eitt gott mátti þó greina í gegnum fréttafárið. Það var óvenjulega gott veður hér fyrir vestan í vikunni. Það var líka helsta ástæðan fyrir lyktinni sem sumum fannst ólykt. Meðan á þessu stóð datt mér í hug að það ætti að velja Hundadagakóng á hverju ári.

Til að öðlast tilnefningu verða menn að hafa unnið sér eitthvað til frægðar í fjölmiðlum, sem annaðhvort er svo ómerkilegt að það myndi ekki á öðrum tíma hafa vakið neina athygli, eða koma fram með algerlega nýjan skilning á þeim málum sem hæst ber. Hundadagakonungur ársins ætti þannig skilið að verða einráður á landinu, meðan aðrir eru í sumarfríi.

Þegar ég fór að fylgjast betur með fréttunum, sem ég er heldur latur við svona yfir hásumarið, sá ég að það eru margir sem geta gert tilkall til þessa titils, aðrir en bóndinn með mykjudreifarann. Margar fréttir og yfirlýsingar síðustu daga, eiga rétt á að hljóta verðuga athygli og viðurkenningu. Hér er því listinn yfir þá sem ég vil tilnefna, nú þegar hundadagar eru að verða hálfnaðir.

1. Pétur Blöndal formaður viðskiptanefndar Alþingis. Fyrir þá yfirlýsingu í spjallþætti um samráð olíufélaganna og stórfelld lögbrot sem félögin og forráðamenn þeirra eru grunuð um, að telja það forgangsverkefni að komast að því, hver það hefði verið sem lekið hefði efni skýrslu Samkeppnisstofnunar til fjölmiðla!

2. Davíð Oddsson forsætisráðherra og lögfróður maður að eigin sögn. Fyrir að afgreiða dómstóla landsins í einni setningu, þannig að þeir lokuðu menn bara inni og færu svo í sumarfrí. Íslenskir glæpamenn ættu ekki sjö dagana sæla miðað við bandaríska kollega sína; hér væru menn bara settir í svartholið og málin tekin fyrir eftir að golfvertíðinni lyki, en í Bandaríkjunum væri brotamönnum sleppt strax eftir yfirheyrslur ef þeir bara lofuðu að mæta fyrir rétti þegar þeir yrðu boðaðir!

3. Bogi Níelsson ríkissaksóknari og lögfróður maður. Fyrir að sjá enga ástæðu til að hafa frumkvæði að því að láta rannsaka hlutdeild einstakra manna að hugsanlegum stórkostlegum lögbrotum gegn almenningi með brotum á samkeppnislögum. Sannast þar hið fornkveðna: Ef þú stelur milljón ertu glæpamaður, en

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli