Frétt

Stakkur 28. tbl. 2003 | 16.07.2003 | 09:44Þróun byggðar

Gerjun íslensks samfélags er mikil og tilflutningar fólks sömuleiðis. Erlendir ríkisborgarar fylla í skörð brottfluttra Íslendinga, sem leita til útlanda í leit að betra lífi. En það er þráin eftir bættum lífskjörum, auknum tækifærum og bjartari framtíð sér og sínum til handa, sem kveikir útþrána. Með sama hætti leita útlendingar til Íslands eftir betri kjörum og nýju lífi. Aðstæður sem duga ekki ekki mörgum Íslendingum freista erlendra ríkisborgara. Höfuðborgarsvæðið laðar að sér fólkið utan af landi. Síðustu tölur sýna að enn fækkar íbúum Vestfjarða, nú um 41 á fyrsta ársfjórðungi. Samgöngur batna sífellt og úrbótum í þeim efnum hefur verið hraðað gagnstætt því sem gert var við utanverðan Eyjafjörð. Miklu fé hefur verið varið til að koma menningarhúsum á Ísafirði áfram og bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur lagt mikið undir og byggt upp íþróttamannvirki og framundan er landsmót UMFÍ í yngri flokkum. Gerð snjóflóðavarna er hafin í Seljalandsmúla og framundan er bygging nýs íbúðahverfis. Vonir okkar um viðsnúning fólksfjöldans hafa ekki ræst.

Það er löngu tímabært að hætta að blekkja sjálfan sig. Byggðastefna á Íslandi hefur aldrei virkað. Eitt augnablik snerist þróunin, sem stóð alla síðustu öld, við og fólki utan Reykjavíkur fjölgaði á áttunda áratugnum um nokkra tugi á kostnað höfuðborgarinnar. En það var skammgóður vermir og dýru verði keyptur. Þá er ekki aðeins vísað til gegndarlausrar ráðstöfunar opinbers fjár til landsbyggðarinnar um nokkurra ára skeið, sem vissulega stuðlaði að uppbyggingu. Sagan segir okkur að hún byggðist á ótraustum grunni. Vissulega komu skuttogarar í flest þorp á Vestfjörðum. Tekjur urðu ævintýralegar og ný hús voru byggð, heilu hverfin upp í fjallshlíðar, sem síðar tóku sinn toll og nú þarf varnir til að tryggja framtíð þeirra. Við getum endalaust deilt um gagn eða ógagn kvótakerfisins, án þess þó að snúa við íbúaþróun.

Hin eina sanna byggðastefna er fólgin í því að spyrja þá sem fóru hvers vegna þeir tóku ákvörðunina og hvað hefði breytt henni. Reyndar skal því haldið fram hér að svörin kunni að verða nokkuð fyrirsjáanleg. Bíðum þeirra samt. Fróðlegt kynni að vera að spyrja þá nemendur sem ljúka grunnskólaprófi hvar þeir hafi hugsað sér að búa að loknu námi. Kannski nægir að fá svar við spurningunni um hvað þeir ætli sér að starfa. Óháð því hversu gott er að ala upp börn á Vestfjörðum, þá þurfa bæði þau og foreldrar þeirra að lifa og nú er kröfurnar til lífsins snöggtum meiri en fyrir 50 eða 20 árum. Því næst ætti að fá svör aðfluttra útlendinga við sömu spurningum og bera saman. Velsældin hefur ný vandamál í för með sér. Þau þarfnast nýrra lausna. Skólar, bæði grunn- og framhaldsskólar verða að ná ákveðinni stærð til þess að nemendur sætti sig við námsframboð og valmöguleika í þeim efnum. Sama gildir um samfélagið allt. Atvinnulíf, afþreying, heilsugæsla og aðrir kostir þess skulu vera fjölbreytilegir, ella leitar fólk annað. Fólkið getur flutt hraðar en uppbyggingu samfélagsins miðar. Það er kjarni málsins. Það skortir þolinmæði til að bíða.


bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli