Frétt

Magnús Þór Hafsteinsson | 25.06.2003 | 10:42Raufarhöfn og fáránlegt brjálæði kvótakerfisins

Magnús Þór Hafsteinsson.
Magnús Þór Hafsteinsson.
Ég brá mér í bílferð á dögunum. Skrapp norður á Raufarhöfn til að kynna mér ástandið þar af eigin raun, eftir að það fréttist að nú ætti að segja upp meirihluta starfsmanna hjá eina fiskvinnslufyrirtækinu í þorpinu. Þessi tíðindi voru reiðarslag fyrir íbúa Raufarhafnar, enda um að ræða 33 starfsmenn sem eru um tuttugu prósent af vinnuafli þorpsins.
Stórfyrirtækið Brim, sem hefur yfir að ráða stærsta kvóta á Íslandi sér víst ekki lengur fært að halda fiskvinnslu Jökuls gangandi lengur. Þegar maður kemur á Raufarhöfn og fer að kynna sér ástandið rekur mann í rogastans. Maður verður að klípa sig í handlegginn til að sannfærast um að þetta sé ekki draumur, því sú staða sem nú er komin upp á þessum stað er í raun alveg fáránleg. Það er engin tilviljun að þorpið heitir RaufarHÖFN. Þarna er ein besta höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Rétt fyrir utan eru rík fiskimið. Það tekur aðeins nokkra tugi mínútna að sigla á þau mið sem næst liggja. Einn sjómaður sem ég ræddi við tjáði mér að fiskiríið á heimamiðum Raufarhafnarbúa hefði í vetur verið það besta sem hann hefði upplifað í þau fjórtán ár sem hann hefur róið frá þorpinu. Nú í sumar fréttist af því að nóg sé af fiski á miðunum við Norðausturland. Aflabrögð er enn góð hjá þeim sem á annað borð mega róa.

Atvinnutæki fyrir hendi

Raufarhafnarbúar eiga ágætis trilluflota og nokkra stærri vertíðarbáta. Í þorpinu er skóli, íþróttahús, sundlaug, félagsheimili, pósthús, banki, hótel, verslun og nóg af ágætu íbúðarhúsnæði. Ekki er annað að sjá en að þarna sé allt til alls svo að atvinnulíf og mannlíf geti þrifist og dafnað á þessum stað við ysta haf. En svo er þó því miður ekki, því að þorpið hefur glatað réttinum til að nytja sína fremstu auðlind, sem er fiskurinn í sjónum.

Árið 1999 seldu misvitrir sveitarstjórnarmenn Jökul hf., útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki Raufarhafnarbúa til stórfyrirtækisins Útgerðarfélags Akureyringa. Þetta fyrirtæki tók togara þorpsins og sigldi honum á brott og hann hefur ekki sést í plássinu síðan. Með honum fór um þúsund tonna kvóti. Býttin fyrir þetta voru að bjóða Raufarhafnarbúum upp á að starfa við fiskvinnslu hjá Jökli við að vinna svokallaðan Rússafisk. Það er þorskur sem veiddur er af rússneskum togurum norður í Barentshafi, í mörg hundruð sjómílna fjarlægð frá Raufarhöfn.

Rússneskur fiskur hagkvæmari

Já, það er margt skrýtið í þessum heimi. Einhvern veginn þóttust menn hjá einu kvótamesta útgerðarfyrirtæki landsins geta reiknað það út að það væri hagkvæmara að vinna rússneskan þorsk úr Barentshafi í frystihúsi á Raufarhöfn, en ekki íslenskan þorsk sem veiddur væri á fiskislóð bara örskamma stund frá þorpinu. Hvernig má þetta vera? Spyr sá sem ekki veit. En sennilega hefur það þótt arðvænlegt að hirða lungann af kvótanum á Raufarhöfn og stinga af með hann til Akureyrar.

Með honum hvarf síðan stór hluti af rétt byggðarinnar til að nýta sína fremstu auðlind. Þá auðlind sem ávallt hefur haldið hjólum atvinnulífsins í gangi á þessum stað. Allir hlutu að vita að það yrði fallvölt gæfa að ætlað að fara að stóla á hráefni frá Rússum, - enda hefur það komið á daginn.

Sá kvóti sem eftir var í plássinu dreifðist á lítil útgerðarfyrirtæki sem nær öll stunda smábátaútgerð. Margir þeirra hafa freistast til að leigja stóran hluta af kvótanum frá sér, enda kannski ekki furða þar sem lög heimila slíkt og verð á leigukvóta svimandi hátt. Það spilar svo inn í að eina fiskvinnslufyrirtæki staðarins er í eigu Jökuls, sem hefur verið upptekið við að vinna rússneska fiskinn og haft lítinn eða engann áhuga á að vinna fisk frá bátunum á Raufarhöfn.

Manngert sjálfskaparvíti

Mér finnst þetta allt vera manngert sjálfskaparvíti. Byggðamálaráðherra Framsóknarflokksins er víst að vinna í málinu og talað er um að stofna saltfiskvinnslu á staðnum, efla trésmíðaverkstæðið, vélsmiðjuna og skoða möguleikana á ferðaþjónustu. Jæja. Ég spyr; - hvernig í ósköpunum stendur á því að ríkisstjórnin áttar sig ekki á því að það er bara ein lausn á vanda Raufarhafnar? Hún er sú að bátunum verði róið til fiskjar frá þessari frábæru höfn, og að þessi fiskur verði allur eða að mestum hluta unninn á staðnum. Það er allt fyrir hendi. Nægur fiskur, bátar, vinnufúsar hendur, fiskvinnsluhúsnæði, vegur til og frá Raufarhöfn, já meira að segja flugvöllur.

En það má ekki veiða

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli