Frétt

Stakkur 24. tbl. 2003 | 19.06.2003 | 13:31Þjóðhátíðardagurinn 17. júní

Nú eru 59 ár frá lýðveldisstofnun í rigningunni á Þingvöllum 1944. Þegar heimsstyrjöld hafði staðið á fimmta ár slitu Íslendingar tengslin við danska konunginn, sem sat í hernumdri Danmörku. Dauft var yfir Dönum en Íslendingar fögnuðu endanlegu frelsi, og höfðu þó öðlast fullveldi nærri 26 árum fyrr og heimastjórn 1. febrúar 1904, er Hannes Hafstein sýslumaður á Ísafirði varð fyrsti íslenski ráðherrann. Á þessum tímamótum þegar liðin eru 192 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, frelsihetjunnar og baráttumannsins, sem lagði línurnar fyrir sjálfan sig og eftirkomendur, og Íslendingar heiðruðu með því að stofna lýðveldið á afmælisdegi hans, blasir við að næsta stórhátið þjóðarinnar verður að minnast aldarafmælis heimastjórnar eftir tæpa átta mánuði. Ísfirðingum rennur þar blóðið til skyldunnar að minnast í senn sýslumanns síns, er hvarf að störfum ráðherra og mótaði þau að fenginni lífsreynslu hér vestra, og þess merka áfanga að stjórnun lands og lýðs var komin heim. Óskir Jóns Sigurðssonar höfðu ræst.

Merkir áfangar í sögu íslenskrar þjóðar eru því nátengdir Ísafirði, Ísfirðingum og Vestfirðingum öllum. Sá ráðherra er við tók af Hannesi 1909 var Björn Jónsson frá Djúpadal í Gufudalssveit, sem var alþingismaður bæði Strandamanna og Barðstrendinga. Hann gegndi embætti ráðherra í tvö ár, var mikilvirkur blaðamaður og ritstjóri, gaf út Ísafold og var faðir fyrsta foseta lýðveldisins, Sveins Björnssonar, sem einnig var þingmaður Reykvíkinga um skeið og fyrsti sendiherra Íslendinga i Danmörku.

Vart hefur prestsonurinn frá Hrafnseyri, Jón Sigurðsson, séð þróun frelsisbaráttu Íslendinga fyrir, eins og hún æxlaðist, en markið var honum ávallt ljóst, heimastjórn Íslendinga. Hann var lýðræðissinni eins og fram kom í Nýjum félagsritum 1841: ,,...en aðalhugmynd þeirra er sú hin sama, sem lýsti sér í stjórn hinna fornu Íslendinga og náttúrulegust er, að þjóðin sjálf á höfuðvaldið, og enginn á með að skera úr málefnum þeim sem allri þjóðinni viðkoma, nema samkvæmt vilja flestra meðal þjóðarinnar.“ Þessi háttur er viðhafður í íslenska lýðveldinu. Kosið er til Alþingis og sveitarstjórna á fjögurra ára fresti, nema sérstakar aðstæður komi til. Hver Íslendingur sem náð hefur18 ára aldri er kjördagur rennur upp á kosningarétt, uppfylli hann almenn skilyrði til þess. Lýðræði er ekki sjálfgefið, en hitt er ekki nýtt að menn deili hart um stjórnmál og úrlausnarefni kjörinna fulltrúa, svo sem glöggt kom í ljós við nýafstaðnar alþingiskosningar. Þá skiptir máli að muna, að í boðskap sínum sagðist Jóns Sigurðsson í umræðum um föðurlandsást, meina þá föðurlandsást, sem elskar land sitt eins og það er, kannast við annmarka þess og kosti og vill ekki spara sig til að styrkja framför þess, en forðast skrum og ávaxtarlausan hégóma. Það er kjörnum fulltrúum okkar Íslendinga gott vegarnesti á þjóðhátíðardegi.


bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli