Frétt

| 19.01.2001 | 07:41„Tel að í hæsta lagi geti menn látið þetta ár líða án þess að hefja veiðar“

Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Vestfirðinga og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður Vestfirðinga og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, fagnar þeirri ákvörðun norskra stjórnvalda að leyfa útflutning á hvalafurðum þrátt fyrir andstöðu ýmissa ríkja. Norðmenn telja sig geta flutt út hvalafurðir til þriggja landa, Japans, Íslands og Perú, án þess að brjóta reglur CITES (Alþjóðasamtaka til verndar stofnum í útrýmingarhættu). „Þetta er mikið fagnaðarefni“, segir Einar K. Guðfinnsson, „vegna þess að menn hafa haft efasemdir um að hægt yrði að stunda alþjóðleg viðskipti með hvalaafurðir. Menn hafa bent á að forsenda fyrir því að hægt væri að hefja veiðar hér við land væri að afurðirnar yrðu seldar úr landi. Að mínu mati er með þessari ákvörðun Norðmanna verið að ryðja úr vegi þeim helstu mótrökum sem eftir stóðu varðandi hvalveiðarnar“, sagði Einar Kristinn í samtali við BB.
„Fyrst var því haldið fram að ekki væri óhætt að veiða vegna stöðu hvalastofna en nú dettur það engum í hug. Síðan var talað um að hvalveiðar gætu haft skaðleg áhrif á útflutningstekjur okkar. Allir þekkja reynslu Norðmanna í þeim efnum. Ef eitthvað er hafa þær aukist. Síðast bentu menn á að erfitt væri að koma afurðunum úr landi en nú hafa Norðmenn rutt þeirri hindrun úr vegi. Ef þarf að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið til að geta hafið hvalveiðar er rétt að gera það, en þá eingöngu í því skyni að hefja veiðar en ekki til að halda uppi snakki við lið sem allir vita að tekur engum rökum. Alþjóða hvalveiðiráðið á samkvæmt sínum eigin lögum og reglum að stjórna hvalveiðum og á slíkum forsendum er allt í lagi að starfa þar.“

Þegar Einar er spurður hvenær vænta megi þess að Íslendingar geti byrjað að veiða hval og hvenær þeir geti almennt farið að eta hvalket og fá súran hval á þorranum, þá segir hann:

„Varðandi fyrra atriðið, þá veit ég það satt að segja ekki. Alþingi hefur ályktað um þetta, allar heimildir eru til staðar og það eru engin þjóðréttarleg vandkvæði. Það vantar aðeins hina pólitísku ákvörðun. Ég tel að í hæsta lagi geti menn látið þetta ár líða án þess að hefja veiðarnar.

En varðandi hitt, hvenær við getum farið að smakka hvalket, þá held ég að ákvörðun Norðmanna um að fara að flytja út hvalafurðir ætti að greiða fyrir því að við getum farið að fá okkur súran hval. Hins vegar væri það hlálegt fyrir okkur, gamla hvalveiðiþjóð, að þurfa að flytja rengið inn frá Norðmönnum.“

bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli