Frétt

Gunnar Smári Egilsson | 30.05.2003 | 17:26Eru reglurnar orðnar of margar og óreyndar?

Getur verið að það sé of mikið af reglum til í heiminum? Og að við leggjum of mikið upp úr að þeim sé fylgt? Mér datt þetta í hug í kjölfar tveggja frétta fyrr í vikunni. Annars vegar umfangsmikla lögregluaðgerð í mörgum löndum vegna gruns um innherjaviðskipti í tengslum við yfirtöku Kaupþings á JP Nordiska og hins vegar sex mánaða keppnisbann Patreks Jóhannessonar í kjölfar þess að hann skyrpti í átt að handboltadómara.
Það er eitthvað bogið við aðgerðir lögreglunnar vegna JP Nordiska. Í fyrsta lagi virðast hinir grunuðu ekki hafa keypt bréfin fyrr en eftir að áform Kaupþings voru gerð opinber. Í öðru lagi er erfitt að ímynda sér annað en að yfirvöld hefðu getað kallað eftir gögnum um málsatvik án þess að standa fyrir innrásum í fyrirtæki og á einkaheimili. Í þriðja lagi beinist grunur að tiltölulega litlum hagnaði í samhengi við umfang aðgerðanna og möguleg skaðleg áhrif þeirra ef grunurinn er ekki á rökum reistur.

Það er eins og brotin eða mögulegur ávinningur sé ekki meginmálið heldur beinist brotið að einhverju heilögu og ósnertanlegu. Eða þá að hinir grunuðu séu á einhvern hátt óhreinir; að þeir séu utangarðs í viðskiptalífi Svíþjóðar – „götustrákar“ eins og Davíð Oddsson kallaði þá sem stunda viðskipti án velvildar þeirra sem telja sig máttarstólpa viðskiptalífsins.

Sem kunnugt er eru æði mörg stór fyrirtæki á Íslandi til rannsóknar hjá skattayfirvöldum, rannsóknarlögreglu, samkeppnisyfirvöldum eða fjármálaeftirlitinu. Tilefnin eru margs konar og sum furðulega léttvæg – jafnvel klögumál samkeppnisaðila eða annarra hefnigjarnra aðila. Í flestum tilfellum er mögulegt brot túlkunaratriði; oft á nýsettum lögum sem engin dómareynsla er komin á. En alltaf eru aðgerðir yfirvalda með þeim hætti að engu er líkara en verið sé að grípa fram fyrir hendur ódæðismanna áður en þeir fremja enn eitt illvirkið.

Og almenningur – og einnig fjölmiðlarnir – situr eftir með sífellt sömu spurninguna á vörunum: Eru það eintómir glæpamenn sem stjórna fyrirtækjum á Íslandi? Síðan fylgja vangaveltur um nauðsyn þess að kenna viðskiptafræði í skólum – líklega allt niður í fyrstu bekki grunnskóla. Fjöldi þessara mála er orðinn svo mikill að maður er hættur að trúa á stríð milli óprúttinna peningamanna annars vegar og hins vegar vökulla gæslumanna laga og réttar og almenns velsæmis.

Ef svo væri mætti draga þá ályktun að íslenskt samfélag væri að leysast upp í einhvers konar glæpasamfélag. Og stundum má heyra í fólki – ekki síst stjórnmálamönnum – sem trúa því. Eða þá að íslenskt samfélag hafi alltaf verið glæpasamfélag en með tilkomu nýrra laga og reglna sé að verða breyting þar á.

Kannski eru þessi mál öll sömul sama eðlis og sex mánaða útlegð Patreks Jóhannessonar úr handbolta. Þótt dómurinn nái ekki til landsleikja vildi HSÍ taka þátt í fordæmingu þýskra handboltayfirvalda og meinaði Patreki að spila með íslenska landsliðinu. Hver var sök Patreks? Hann skyrpti í átt að dómara. Ég veit ekki, en líklega hef ég misst af einhverju. Ég vissi ekki að handboltadómarar væru komnir á þann stall að óvirðing við þá væri nokkurs konar helgispjöll.

Þetta mál er náttúrlega bull. Áhorfendur, leikmenn og aðrir sem lifa í handboltaheimum eru fullfærir um að fást við þessa framkomu Patreks án aðstoðar sérstakra dómstóla. Sá sem lætur það eftir sér að skyrpa að fólki uppsker eins og hann sáir. Álit manna á honum minnkar – en honum gefst jafnframt kostur á að vinna það til baka með eðlilegri iðrun og þekkilegri framkomu þar eftir.

– Fréttablaðið.
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri skrifar um reglur og þá sem brjóta reglur – viljandi og óafvitandi.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli