Frétt

Sturla Páll Sturluson | 21.05.2003 | 16:38Berrassaðir í kulda og trekki

Sturla Páll Sturluson.
Sturla Páll Sturluson.
Þrátt fyrir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú hálf berrassaður eftir rassskellinn 10. maí og standi beygður eftir, með stuttbuxurnar á hælunum og sviða í báðum rasskinnum, þá stekkur þingmaðurinn Einar Kristinn fram á ritvöllinn hér á bb.is, ber sér á bringu og talar digurbarkalega um tap annarra flokka í kosningunum og að fyrningarleið Samfylkingarinnar hafi verið afskrifuð. Í mínu ungdæmi hefði verið sagt að þarna færi óvenju for piltur sem ekki hefði látið sér segjast, þrátt fyrir væna flengingu, og væri því ráð að nota á hann vöndinn næst. Óskandi væri að loftið héldi þegar kemur að baráttunni við ráðamenn Sjálfstæðisflokksins fyrir framtíð Vestfjarða.
Að sjá flísina í auga náungans en ekki ekki bjálkann í sínu ...

Sjálfstæðisflokkurinn, sem barðist fyrir óbreyttu kótakerfi, galt hroðalegt afhroð í kosningunum og sá sögulegi atburður átti sér stað, að kjördæmi það sem forsætisráðherrann og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlaði að leiða til sigurs fékk þyngsta skellinn. Það að Sjálfstæðisflokkurinn hér skyldi hafa fengið aðeins léttari flengingu heldur en forsætisráðherrann gerir þá síður en svo að einhverjum sigurvegurum, sama hvernig Einar reynir að skrifa sig frá sannleikanum.

Á valdi óttans

Söguleg skýring er til á því hvers vegna Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi náði ekki sama glæsilega árangrinum hér eins og í öðrum kjördæmum. Á því eru fleiri en ein skýring en ég leyfi mér að segja hér frá tveimur þeirra.

Sú fyrri er sú, að kvótamafían hér vestra hélt uppi mjög öflugum, en ekki málefnalegum, hræðsluáróðri gegn breytingum á kvótakerfinu. Stanslaust var hamrað á fólki sem starfar við sjávarútveg og vinnslu að fyrningarleið Samfylkingarinnar myndi leiða allt til andskotans hér á einu til tveimur árum.

Lögðust menn svo lágt að útbúnir voru falskir rekstrarreikningar fyrir ákveðnar útgerðir og fyrirtæki með kolröngum forsendum og var þeim veifað linnulítið framan í starfsfólk og sjómenn.

Því miður náðum við ekki eyrum þessa ágæta fólks fyrir kosningar til þess að leiðrétta þennan ömurlega lygaáróður. Ég lái ekki þessu fólki þótt það hafi orðið hrætt eftir slíkar dómsdagsspár. Fólk sem búið er að upplifa flótta 1.740 Vestfirðinga á tíu árum og þar með fækkun stöðugilda um 600- 700 á svæðinu. Fólk sem á ekki í önnur hús að venda ef vinnan bregst þar sem það á engan kvóta til þess að selja fyrir farareyri. Fólk sem mun sitja eftir fast í átthagafjötrum og í verðlausum húsum þegar kvótaeigendunum þóknast að selja sinn hlut og halda til suðrænna stranda. Fólk sem í sakleysi sínu trúir því og treystir að yfirmenn þeirra séu heiðarlegir og segi þeim satt og rétt frá.

Einar Kristinn kallar þessi vinnubrögð í grein sinni „markvissan og grimman málflutning gegn andstæðingum sínum“ en ég leyfi mér að kalla þetta ómerkileg vinnubrögð og í raun ekki samboðin nokkrum Vestfirðingi, jafnvel þótt hann sé að verja milljónirnar sínar. Óttinn getur verið máttugt verkfæri, en svona gera menn bara ekki.

Úlfar í sauðagæru?

Önnur skýring, og sýnu skemmtilegri, er sú að hér vestra sé enn til stór hópur kjósenda sem hefur ekki séð í gegnum blöffið í leikþættinum „Einararnir koma“. Einþáttungur þessi hefur verið settur upp hér vestra í aðdraganda nokkurra kosninga og voru kosningarnar í ár engin undanteknig þar á.

Leikararnir eru tveir og segir sagan að koma þeirra vestur sé svo nákvæm að stilla megi klukkuna eftir komu þeirra. Oddurinn tveimur mánuðum fyrir kosningar og sá seinni mánuði seinna. Farið er með sýninguna um alla Vestfirði og er helsta innihald hennar það, að aðalleikararnir tala og tala á fundum eins og hörðustu stjórnarandstæðingar. Tala gegn öllum óvinsælum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar og láta eins og þeir hafi þar hvergi komið nálægt. Í lok hverrar sýningar lofa þeir því svo hátíðlega að bjarga Vestfjörðum á einni nóttu, verði þeir aftur kosnir á þing. Og merkilegt nokk, stór hópur fólks situr enn og klappar leikurunum lof í lofa og sér ekkert athugavert við sýninguna, jafnvel þótt margir séu að sjá hana í fimmta eða sjötta sinn.

Rassblautir í frjálshyggjustorminum

En því miður fyrir þessa tryggu áhorfendur verð ég að upplýsa að leikþátturinn er bara plat og hriplekur þegar komið er út á ólgusjó raunveruleikans. Þótt piltarnir tveir séu vel meinandi og nokkuð sjóhraustir, þá hafa þeir hvorki þor né kjark til þess að deila við hárprúða kapteininn þegar landfestar hafa verið leystar og komið er út á opið haf frjálshyggjunnar. Þrátt fyrir stór orð í landi munu piltarnir sitja rassblautir á dekkinu og ríghalda sér í lúkarskappann á meðan kapteinn Krulli si

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli