Frétt

| 05.01.2001 | 12:11Fær verslunarmiðstöðina Ljónið í makaskiptum fyrir Norðurtangann

Verslunarmiðstöðin Ljónið.
Verslunarmiðstöðin Ljónið.
Stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegsins hefur samþykkt að láta Norðurtangahúsin á Ísafirði í makaskiptum fyrir verslunarmiðstöðina Ljónið á Ísafirði og húseign í Örfirisey í Reykjavík. Norðurtangahúsin hafa verið í eigu sjóðsins talsvert á fjórða ár eða frá því haustið 1997. Húsin sem hér um ræðir standa sitt hvorum megin við Sundstrætið og tengjast með brú yfir götuna. Þau hafa verið í eigu Þróunarsjóðs sjávarútvegsins frá hausti 1997. Gólfflöturinn er samtals um 4.600 fermetrar og hafa húsin staðið að mestu auð síðustu árin.
Gert er ráð fyrir að makaskiptasamningur verði undirritaður á næstu dögum. Núverandi eigandi Ljónsins er Kristján Sverrisson, kaupsýslumaður í Reykjavík, sem keypti eignina af Heiðari Sigurðssyni á Ísafirði fyrir um tveimur mánuðum. Að sögn Hinriks Greipssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsjóðs sjávarútvegsins, var þessi ákvörðun tekin þar sem talið væri að Ljónið væri auðseljanlegra en húsin í Norðurtanganum. „Við ætlum ekki að eiga það lengur en nauðsynlegt er og munum auglýsa eignina um leið og búið er að ganga frá pappírum.“ Hér er einungis um húsið sjálft að ræða en ekki þann rekstur sem er í verslunarmiðstöðinni, en þar eru allmargar verslanir.

Þróunarsjóðurinn hefur allt frá því að Norðurtangahúsin komust í eigu hans reynt að losna við þau aftur en án árangurs þangað til nú. Þreifingar voru fyrir tæpu ári um sölu á húsunum til framkvæmdamanna í Reykjavík en ekkert varð úr þeim.

Ekki mun liggja fyrir nákvæmt mat á þeim eignum sem hér um ræðir. Þó má ætla að verðmæti Norðurtangahúsanna í þessum skiptum geti verið um 50 milljónir króna og Ljónsins um 25 milljónir.

Tengdar fréttir:

Húsnæðið selt kaupsýslumanni

Tveir aðilar um hituna

Seld í næsta mánuði?

bb.is | 28.09.16 | 13:25 Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með frétt Norðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli