Frétt

bb.is | 29.04.2003 | 13:50„Fossavatnshlaupið“ þreytt á Botnsheiði og í grennd á laugardag

Lagt af stað í Fossavatnsgöngu.<br>Mynd: Guðmundur Ágústsson.
Lagt af stað í Fossavatnsgöngu.<br>Mynd: Guðmundur Ágústsson.
Fossavatnsgangan ísfirska og margfræga, elsta og helsta fjöldaganga á skíðum hérlendis, fer fram á laugardag. Gangan hefst á hádegi og verður rásmark og endamark í öllum tilvikum við Kristjánsbúð á Botnsheiði. Eins og venjulega verða vegalengdir 7 km, 10 km og 20 km. Stysta vegalengdin er í léttri braut sem ætti að henta allri fjölskyldunni. 10 km gangan er millistig fyrir þá sem komnir eru af byrjendaskeiði en treysta sér ekki í fulla göngu. Full vegalengd eða 20 km er ætluð vönu skíðagöngufólki.
Í fyrstu nefndist gangan Fossavatnshlaup og var þreytt í fyrsta sinn árið 1935. Kristján Rafn Guðmundsson hefur sigrað manna oftast. Sigurður Jónsson (Búbbi) var með í göngunni árið 1938 og í flestum göngum síðan.

Margir kannast við hinar hefðbundnu Fossavatnsgönguleiðir, þegar 20 km gangan byrjar undir Vatnahnjúk en styttri leiðirnar við Kristjánsbúð og allir enda á sama stað á Seljalandsdal. Eftir óvenjumildan vetur eru þessar leiðir hins vegar orðnar ófærar skíðafólki og verða því allar brautirnar að þessu sinni á Botnsheiði og í nágrenni hennar.

Fossavatnsgangan er orðin að föstum endapunkti á vetrarstarfi íslensks skíðagöngufólks og hefur undanfarin ár verið fjölmennasta skíðagöngumót landsins. Hvergi annars staðar hefur náðst að blanda eins vel saman hörðu keppnisfólki og almennum trimmurum og útkoman er einstaklega skemmtilegt og líflegt mót. Ástæða er til þess að hvetja alla unnendur hollrar útivistar til þess að fjölmenna í gönguna í ár og viðhalda hinum góða orðstír hennar.

Í styttri vegalengdunum er keppt í opnum flokkum karla og kvenna en í 20 km göngunni er keppt í fjórum aldursflokkum hjá hvoru kyni: 16-34 ára, 35-49 ára, 50-65 ára og 66 ára og eldri. Nú er í fyrsta skipti keppt í síðasttalda aldursflokknum en áður var aðeins einn flokkur 50 ára og eldri. Að auki er sveitakeppni í hverri vegalengd en þar geta þrír einstaklingar myndað eina sveit óháð aldri eða kyni. Samanlagður tími einstaklinganna verður tími sveitarinnar.

Allir sem taka þátt í Fossavatnsgöngunni fá sérsleginn verðlaunapening auk þess sem þrír fyrstu í hverjum flokki eru verðlaunaðir sérstaklega. Eins og undanfarin ár hlýtur sá sem fyrstur skilar sér í mark í 20 km göngunni Pétursbikarinn. Það er farandbikar sem Netagerð Vestfjarða gaf til minningar um Pétur Pétursson netagerðarmeistara.

Að auki verður keppt um fjóra nýja farandgripi í ár. Einn er fyrir fyrstu konu í mark í 20 km göngu, annar fyrir sigurliðið í sveitakeppni í 20 km göngu, sá þriðji er fyrir fyrsta einstakling í mark í 10 km göngu og sá fjórði fyrir fyrsta einstakling í 7 km göngu. Vasa2000-hópurinn gefur alla þessa gripi.

Þátttökugjald í Fossavatnsgöngunni er kr. 1.500 fyrir fullorðna og kr. 800 fyrir börn yngri en 12 ára. Innifalinn í gjaldinu er aðgangur að Sundhöllinni á Ísafirði eftir göngu og síðan hin hefðbundna Fossavatnsveisla í sal Grunnskólans á Ísafirði.

Hægt er að skrá sig í Byggingavöruversluninni Núpi í Ljóninu á Ísafirði (sími 456 3114 / netfang nupur@nupur.is) eða með því að hringja í Heimi G. Hansson í síma 862 3291. Fólk er hvatt til að skrá sig sem fyrst en þó verður gefinn kostur á skráningum í einstaklingskeppnina á keppnisstað. Hins vegar þarf að loka fyrir skráningar í sveitakeppnina kl. 18 á föstudag.


Sjá nánar um Fossavatnsgönguna fyrr og nú:

Fossavatnsgangan – elsta almenningsganga landsins

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli