Frétt

Ægir 1925 / Jónadab Guðmundsson frá Núpi | 26.02.2003 | 12:43Fyrsta Borðeyrarverslun

Borðeyri við Hrútafjörð. Ljósm. Vestfjarðarvefurinn/Sveinn Karlsson.
Borðeyri við Hrútafjörð. Ljósm. Vestfjarðarvefurinn/Sveinn Karlsson.
Menn hugðu gott til að kaupstaðarleiðin styttist. En svo leið næsta vor að ekkert kaupfar kom til Borðeyrar og olli það áhyggjum nokkrum. Hafði enginn þorað að sigla inn milli Illugastaðaboða og Kýrhamarsboða og er þó vika sjávar á milli. Þá var það að héraðshöfðinginnn Jón kammeráð á Melum reið suður til Stykkishólms og með honum séra Þórarinn á Prestbakka til þess að reyna að telja Clausen kaupmann þar á að senda spekúlant til Borðeyrar. Clausen kaupmaður var ríkur vel og átti hann 27 skip í förum er mest var. Hann var lengi tregur til ferðarinnar, en lét þó tilleiðast er kammeráðið hét honum að veði 40 hdr. í Hofsstöðum í Miklaholtshreppi fyrir því að ekkert yrði að skipinu. Varð þetta bundið fastmælum og skyldi skipið koma á næsta vori.

Snemma morguns dag einn í júníbyrjun árið 1848 í norðan stórgarði og þoku, svo illa sá til sólar, urðu menn varir við siglingu fyrir utan Hrútey. Skipið hélt kyrru fyrir um stund, hefur ekki þótt árennilegt að leggja inn í brimskaflann, þar fyrir innan. Svo lagði það inn Hrúteyjarsund og beint inn á Borðeyrarhöfn. Enginn hafnsögumaður var með skipinu en maður frá Búðum er hafði komið einu sinni til Hrútafjarðar, og þótti þetta áræði mikið.

Þennan sama dag voru gefin saman þrenn hjón á Stað í Hrútafirði. Var einn þeirra er þá kvonguðust Daníel dannebrogsmaður á Þóroddstöðum Jónsson, bróðir Þorsteins á Broddanesi. Annar Björn Daníelsson frá Tannstaðabakka og hinn þriðji Guðmundur Zakaríasson á Stað, síðar á Broddanesi. Má eftir þessu finna hver dagur þetta var.

Þetta fyrsta Borðeyrarskip hét Ungi Svanurinn, var það tvímöstruð skonnorta 48 lesta en skipstjórinn hét Sörensen; var hann einn hinn besti skipstjóri Clausens og hugaður vel. Sá hét I.C. Brant er rak verslunina á skipinu, var hann einn af bestu mönnum Clausens, þótti Clausen mjög vænt um hann, og lét hann sjá um reikninga sína í Höfn. Brant þessi var mesti gæðamaður. Þá var með skipinu Árni Sandholt kaupmaður og félagi Clausens. Hann var grænlenskur í aðra ættina, en annars frá Sandhaugum í Þingeyjarsýslu. Höfðu þeir Brant verkaskifti þannig að Brant var við bókina en Árni var viktarmaður uppi á þilfari.
Það var uppi fótur og fit í nærsveitunum er skipkoman spurðist og fóru menn þangað í stórum hópum til kaupskapar, og var því sem næst öll varan keypt upp á einni viku.

Næstu tvö ár kom engin sigling til Borðeyrar, en síðan fóru spekúlantar að koma og urðu allmargir sum vorin. Árið 1850 kom þangað Hillebrant frá Hólanesi, sá er bygði þar fyrstur verslunarhús og með honum félagi hans Bergmann. Hét skip þeirra Fortuna en skipstjóri Tönnesen. Það ár kom og Jacobsen kaupmaður frá Skagaströnd á skipi sínu Experiment, var það stór skonnortukassi. Var skipstjórinn Riis faðir kaupmanns R. Riis Borðeyri. Clausen sá að Ungi Svanurinn var of lítill og sendi nú stærra skip er Meta hét, var Sörensen skipstjóri á því. Clausen gamli átti syni tvo Vigant, stúdent og Holgeir, kaupmann, en dóttir eina er gift var Zöllner lögfræðingi. Kom Zöllner eitt skeið til Borðeyrar. Holgeir var um stund kaupmaður á Metu. Þetta skip var nýsmíðað og var 70 lesta. Var Sörensen lengi með það skip, en lét af skipstjórn er hann var gamall orðinn. Hét sá Jessen er þá tók við skipinu og skömmu síðar fórst það fyrir Vesturlandi og þá um leið annað skip er Clausen átti og hét Geirþrúður.

Hafnsögumaður var dýr, kostaði 28 dali að leiðbeina skipi inn, en 16 dali út. Voru sumir sem spöruðu sér þau útgjöld og kom ekki að sök. Hafnsögumaður var Ólafur á Kolbeinsá Gíslason, hann var eyfirskur og stundaði hákarlalegur á jakt sinni Felix, var hann þá oft ekki viðstaddur er skip komu eða fóru.

Spekúlantar komu jafnan um fardaga. Máttu þeir ekki versla nema mánuð – urðu annars fyrir útlátum, en pantaðar vörur máttu þeir afgreiða þótt síðar væri. Kvenfólk var afar-fíkið í að fara út í spekúlantana, komu þær oft hundruðum saman á Borðeyri og var tanginn stundum fullur. Var þá orðtak þeirra dönsku: „Margur pilsungi“.
Dálítið versluðu þær, keyptu helst klúta eða léreftsbætur, en höfðu afar gaman af að skoða kramið. Svo var og með unglingspilta að þeir sóttust mjög eftir að koma út í spekúlantana. Höfðu þeir að jafnaði pelaglas með sér og snýktu á það áður þeir færu. Bændur höfðu gjarnan þriggja pela flöskur og Finnur á Fitjum kom með kút fyrir nestispela. Voru spekúlantarnir örlátir á áfenginu og var ekki neitað um á ferðapelann. En á kveldin var venja spekúlantanna að bera sig saman um það, sem gerst hafði um daginn. Kom þá stundum upp úr kafinu að sami maður hafði komið til þeirra allra með kút og náð sér þannig í all-góðan forða af brennivíni. Var þá talað um að takmarka brennivínsgjafirnar, en Bjarni Sandholt bróðir Árna og félagi þeirra Clausens tók málstað viðskiptamannanna; sagði hann að þetta væri eina skemmtunin sem þessi grey hefðu á árinu þegar þeir kæmu og varð nú engin fyrirstaða með, að gefið væri á ferðapelann.

Verslun óx stórum við það að spekúlantar komu. T.d. var áður tekið til meðal heimilis pund af kaffi til ársins en nú um 30 pund. Áður 5–6 pottar af brennivíni, en nú þótti ekki mikið þó tekin væri tunna. Kornvara var flutt laus í skipunum, en brennivínstunnur og kvartil voru á dreif innan um kornbinginn og þurfti þá oft að grafa upp ef eftirspurn var meiri eftir brennivíninu en kornmatnum. Kornvaran var í stórlestinni en tjara og járn í framlestinni.

Til meðal heimilis (10–12 manna) voru teknar 7 tunnur af kornmat. Rúgmjöls hálf-tunna (80 pund) kostaði 8 dali. Sama verð var á ertum og rúgi en bankabygg var tveim dölum ódýrara og sama verð var á heilrís og hálfrís sem selt var í 100 punda pokum. Þekktist sú kornvara ekki þar um slóðir fyr en spekúlantarnir komu.

Brennivínspotturinn kostaði mark en í tunnum kostaði hann 14 skildinga og fylgdi tréð með gefins. Annað áfengi var extrakt, mjöð og rauðvín. Bayerst öl höfðu spekúlantarnir einnig, en að eins sem skipsforða og seldu það ekki, en veittu einstaka mönnum. Rjól kostaði túmark en rulla 4 mörk. Vindlar kostuðu ríkisdal hundraðið, slæm tegund, en aðrir mjög dýrir. Lítið var um reyktóbak, var það selt í bréfum „Kardus“, „Biskup“, og „Blámaður“. Ull var tekin á túmark pundið, tólg á ríkisort og sellýsi 25 dali tunnan. Var þetta aðal-vara landsmanna. Þá voru og lambskinn keypt á 8 skildinga, tóuskinn mórauð á 4 dali en hvít á 2 dali. Selskinn voru ekki seld.

Framan af komu spekúlantarnir sér saman um vöruverðið áður en þeir byrjuðu verslunina, en er Glad spekúlant kom á skipi sínu Agnet frá Köge þá sveik hann alla þá samninga, seldi miklu ódýrar og gaf betur fyrir innlendu vöruna. Glad seldi t.d. kaffið á 20 skildinga, sem hinir seldu á ríkisort. Kom Glad hvert sumarið eftir annað og urðu hinir spekúlantarnir að breyta vöruverði sínu eftir honum hvort sem þeim var það ljúft eða leitt.

Árið 1853 kom og Jóhannes forgilti frá Reykjavík. Var það skip Grosseraverslunarinnar og með því Jón Stefánsson frá Straumi á Skógarströnd, hét Clausen skipstjóri. Ekki kom það skip oftar. Þá kom og einu sinni Ásgeir Ásgeirsson frá Ísafirði, síðar etazráð. Hét skip hans Lovísa. Þorlákur kaupmaður Johnson frá Reykjavík kom og eitt sumar á ensku skipi og ýmsir fleiri komu, er ekki verða hér taldir.

Það var venja spekúlanta að taka sér einn hátíðisdag. Völdu þeir til þess afmæli Clausens gamla í Stykkishólmi. Fóru þeir þá út að Reykjalaug og voru þar sem hveralækurinn skiftist og síðan er kallaður Kaupmannahólmi. Höfðu þeir með sér klyfjahesta og á þeim svínsflesk, skonrok, öl, brennivín og romm. Voru þangað allir velkomnir og hverjum veitt eftir vild. Notuðu héraðsmenn vel boðið og var aðsókn sem á hvalfjöru. Enginn kvenmaður sótti þá samkomu.

Annars var yfirleitt hver dagurinn öðrum líkur meðan spekúlantarnir voru við Borðeyri. Klukkan að ganga 6 á morgnana fór kokkurinn á fætur og ferjumaðurinn. Var þá oft komið margt fólk á tangann. Gekk svo ferjan milli skips og lands allan daginn og langt fram á nótt og oftast hlaðin af fólki og ull og annari vöru. Allir fengu frítt far. Flestir spekúlantarnir létu hönd selja hendi, en Bjarni Sandholt og Bryde lánuðu nær eftir vild.

Um sama leyti og spekúlantarnir fóru að koma á Borðeyri komu þeir einnig á Skeljavík við Steingrímsfjörð, en hún er litlu innar en nú stendur Hólmavíkur kaupstaður; var útlend vara afhent þar, en svo komu bændur aftur með sína vöru á ættæringum til Borðeyrar.

Enginn kofi var á Borðeyri fyrstu árin sem spekúlantar komu þar, og ekki fyr en Pétur Eggerz reisti þar hús árið 1860. Það var 24 álna langt og 12 álna breitt og stendur þar enn. Hann tók vörur þær af skipum Clausens sem ekki gengu út og verslaði með þær. Síðan stofnaði hann verslunarfélag ásamt þeim Páli Vídalín í Tungu og Skaptasen lækni. Hét það Verslunarfélag Húnvetninga og var hlutafélag, en hluturinn var 25 dali.

Félag þetta gat ekki þrifist og mistu menn hluti sína. Keypti Zöllner þá húsið af Pétri, en Bryde byggði nýtt hús á tanganum. Úr því féllu niður spekúlantsferðir til Borðeyrar og höfðu þær staðið í 31 ár. En þetta varð 1879.
Næstu jól eru liðin 80 ár síðan Borðeyri var löggiltur verzlunarstaður.


Grein þessi birtist upphaflega í tímaritinu Vanadís árið 1915 en var síðan endurprentuð árið 1925 í Ægi, mánaðarriti Fiskifélags Íslands um fiskveiðar og farmennsku. XVIII. árg., 234-237.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli