Frétt

Leiðari 47. tbl. 2000 | 22.11.2000 | 17:03Oft var þörf en nú er nauðsyn

Af frumvarpi fjárhagsáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ, sem lagt var fram á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku, er ljóst að bæjaryfirvöldum er mikill vandi á höndum. Við búum við svo þröngan kost að velta þarf hverri krónu fyrir sér áður en látin er af hendi.

Þegar heildartekjur sem nema 1.455 milljónum króna gefa ekki meira svigrúm til stofnkostnaðar og eignabreytinga en sem nemur 45 milljónum eða innan við 4% af tekjum er augljóst, að ekki verður ráðist í fjárfrek verkefni, sem full ástæða væri til ef pyngjan leyfði. Erfiðast og alvarlegast í augum stjórnenda sveitarfélagsins hlýtur þó að vera sú staða að þurfa að verja 114 milljónum í fjármagnskostnað, langtum hærri fjárhæð en til umhverfismála og almannavarna, æskulýðsmála og yfirstjórnar sveitarfélagsins, hvers málaflokks fyrir sig. Skuldastaða bæjarfélagsins verður óbreytt. Á móti 182 milljónum króna í afborganir er áætlað að komi 174 milljónir í nýjum lánum.

Fjármál sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa verið í brennidepli að undanförnu. Ekki hvað síst vegna þeirrar fyrirætlanar stjórnvalda að neyða sveitarstjórnarmenn að söluborðinu með Orkubúið til að grynnka á skuldum sveitarfélaganna við Íbúðalánasjóð. Þessi gjörningur hefur mætt almennri, harðri andstöðu íbúanna, sem með margvíslegum rökum hafa bent á að um tvö óskyld mál er að ræða. Annars vegar sölu Orkubúsins, ef mönnum sýnist svo síðar meir, hins vegar uppsafnaðan margra ára vanda vegna íbúðalánakerfis, sem stjórnvöld hafa skotið sér undan að taka á; stjórnmálalegs afkvæmis, sem í ljós kom að hafði litla möguleika á því að skila tilætluðu hlutverki vegna galla, sem lagasmiðirnir sáu ekki fyrir, en sveitarfélögin sitja nú uppi með.

Sveitarfélög og samtök þeirra hafa margsinnis bent á þá staðreynd að verkefnum sem þau hafa, góðu heilli, yfirtekið frá ríkisapparatinu, hafa ekki fylgt nægir tekjustofnar. Þessum útreikningum hefur ekki verið hnekkt. Ríkisvaldið hefur aftur á móti þumbast við og að því er stundum hefur mátt ætla látið sér þetta í léttu rúmi liggja. Þessi baggi vegur þungt á klakknum.

Þegar við bætist að gjaldendum fækkar, einstaklingum og áður þróttmiklum sjávarútvegsfyrirtækjum, þarf engan að undra þótt þröngt sé í búi og vandi á höndum. En það réttlætir ekki aðförina og kröfuna um nauðungarsölu Orkubúsins. Við öllu þessu eiga íbúar Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum aðeins eitt svar: Samstaða – órjúfandi samstaða.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli