Frétt

| 10.11.2000 | 12:03Samvinna í Bolungarvík

Um áratugaskeið hefur einn af föstum liðum í skemmtana- og menningarlífi Bolvíkinga verið árshátíð Lionsklúbbbsins. Hann hefur yfirleitt átt frátekinn fyrsta laugardag í nóvember ár hvert þótt af sérstökum ástæðum hafi hátíðin verið færð um eina viku að þessu sinni. Oft er þetta eina skemmtunin í Víkinni, að undanskildu þorrablótinu, þar sem fólk kemur saman í sínu fínasta pússi.
Talsverð vinna er fólgin í undirbúningi hátíðarinnar og hefur sú vinna að jafnaði verið í höndum Lionsmanna sjálfra. Nú hefur hins vegar björgunar- og slysavarnafólk gengið til liðs við Lionsmenn og tekur fullan þátt í öllum undirbúningi. Sjá menn fyrir sér að framhald verði á þeirri samvinnu, að sögn Jónasar Guðmundssonar, formanns Lionsklúbbs Bolungarvíkur, enda undirbúningurinn að öðrum kosti orðinn of mikil vinna fyrir of fáa.

Veislustjórinn að þessu sinni kemur alla leið austan af Héraði, en það er Hákon Aðalsteinsson, skógarbóndi, kvæðamaður og gleðimaður. Nokkur heimatilbúin skemmtiatriði verða á boðstólum og loks munu Magnús Kjartansson og Helga Möller ásamt hljómsveit syngja og leika fyrir dansi fram eftir nóttu.

Í eina tíð var þessi dansleikur ein helsta fjáröflunarleið Lionsklúbbsins. Nú er aðalatriðið að ekki verði tap og til að svo megi verða þurfa a.m.k. 150 gestir að koma til leiks. Sá fjöldi hefur þegar pantað miða en auðvitað þætti veisluhöldurum gaman að sjá fleiri. Þetta er t.d. kjörinn vettvangur fyrir brottflutta Bolvíkinga til að hitta sína gömlu granna. Þeir sem hefðu áhuga á að kynna sér málið frekar geta haft samband við Náttúrustofu Vestfjarða í síma 456 7005 eða Helga Jónsson í síma 894 2493. Árshátíðin verður á morgun, laugardaginn 11. nóvember.

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli