Frétt

| 03.11.2000 | 14:37Málsókn til greiðslu fæðispeninga

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Tveir kennarar við Grunnskólann á Ísafirði eiga í deilu við skólayfirvöld og Ísafjarðarbæ varðandi fæðispeninga í skólaferðalagi 10. bekkjar til Danmerkur í fyrravor. Svo virðist sem þetta mál verði ekki útkljáð nema fyrir dómstólum. Frá þessu var greint hér á fréttavef Bæjarins besta í síðustu viku. Skólaferðalagið var ekki farið á vegum skólans eða á kostnað hans heldur á kostnað nemenda sjálfra og forráðamanna þeirra.
Hins vegar ákvað skólinn að veita stuðning við ferðalag nemendanna með því að veita kennurunum tveimur leyfi frá störfum á fullum launum til þess að fara með nemendunum og greiða þeim auk þess yfirvinnukaup á meðan. Þar að auki voru kennurunum greiddar samtals tæplega 100 þúsund krónur auk launatengdra gjalda í formi eins vinnutíma á viku um veturinn „til að hafa umsjón með félagsstarfi í 10. bekk og vegna fjáröflunar fyrir nemendaferðina.“

Aukagreiðslur Ísafjarðarbæjar til kennaranna tveggja í formi yfirvinnu meðan á ferðinni stóð, eða nálægt vikutíma, námu samtals liðlega 220 þúsund krónum. Auk þess bauðst Ísafjarðarbær til þess að koma enn frekar til móts við kennarana með því að greiða þeim hvorum um sig 40 þúsund krónur í fæðispeninga í ferðinni, án þess að nokkur greiðsluskylda væri þó viðurkennd.

Á þetta boð féllust kennararnir ekki og krefjast þeir miklu meiri fæðispeninga. Kennararnir njóta stuðnings Kennarasambands Íslands í þessu máli. Röksemdin fyrir kröfugerðinni er sú, að með því að greiða kennurunum laun og yfirvinnukaup meðan þeir voru í leyfi frá vinnu hafi verið viðurkennd greiðsluskylda á fæðispeningum meðan á forföllum þeirra stóð í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru.

Ísafjarðarbær óskaði á sínum tíma eftir greinargerð skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði vegna þessa máls. Í umsögn sinni segja þau Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri og Jónína Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri, að það séu ekki skólastjórnendur sem taki ákvörðun um að senda nemendur, foreldra eða kennara í slíkar ferðir. Fyrirkomulag og tímasetning sé hins vegar borið undir skólastjóra sem gefi leyfi með ákveðnum skilyrðum.

Í bréfi skólastjóra segir m.a.: „Sú hefð hefur skapast, að skólinn styður við þessar ferðir með því að greiða forföll viðkomandi kennara frá kennslu og yfirvinnu vegna aukins álags og viðveru. Ferðasjóður nemenda greiðir hins vegar allan ferðakostnað, þannig að kennarar verða ekki fyrir útgjöldum vegna ferðarinnar. Hafi það komið fyrir að kennari þurfi að leggja út fyrir einhverju sem ekki fellur beint undir ferðakostnað hefur skólann hlaupið undir bagga. Sá kostnaður hefur verið óverulegur.“

Einnig segir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson skólastjóri (í desember á síðasta vetri): „Síðastliðið vor kom upp ágreiningur milli undirritaðs og tveggja kennara við skólann, þeirra [...]. Þær kröfðust fyrirframgreiðslu dagpeninga erlendis vegna fyrirhugaðarar ferðar útskriftarnema til Danmerkur. Þeirri kröfu var umsvifalaust hafnað og þeim gerð grein fyrir því hvernig fyrri nemendaferð til Danmerkur hefði verið kostuð. Á fundi þann 14. maí 1999, sem undirritaður og Jónína Ólöf Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri héldu með þessum tveimur kennurum, var þeim tjáð eftirfarandi: Skólastjórnendur telja að ferðin sé farin, skipulögð og kostuð af nemendum og foreldrum þeirra og þess vegna verði ekki um dagpeningagreiðslur að ræða vegna ferðarinnar. Skólinn vilji hins vegar styðja við ferðina með því að gefa þær lausar úr kennslu og bæta þeim upp aukið álag með yfirvinnugreiðslu en að öðru leyti verði ferðakostnaður á vegum hópsins. Með þessum fyrirvara var ferðin farin og staðið við þær greiðslur sem lofað var.“

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli