Frétt

Múrinn / Katrín Jakobsdóttir | 30.11.2002 | 17:32Óþolandi neyslustýring ríkisins

Í gær hækkuðu öll sterk vín í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Einnig hækkaði smásöluverð á tóbaki verulega. Hækkunin kemur til eftir skyndiafgreiðslu á Alþingi á frumvarpi þessa efnis og er ætlunin að auka innkomuna í ríkiskassann. Verð á bjóri og léttvíni helst óbreytt. Þessar aðgerðir eru umdeilanlegar. Halldór Björnsson, varaforseti ASÍ, hefur bent á að áfengi og tóbak sé 4,3% af neysluvísitölunni. Ef verð á áfengi og tóbaki hækkar hefur það í för með sér hækkun á vísitölu neysluverðs og telur Halldór að þessi hækkun ein og sér geti hækkað hana um 0,3%. Hann telur einnig mögulegt að afleiðingarnar verði víðtækari.
Halldór hefur bent á aðrar leiðir til að auka tekjur ríkissjóðs og bendir þannig á að hægt sé að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum á fyrirtæki. Þetta má taka undir, enda er Ísland að verða að skattaparadís fyrirtækja en einstaklingar borga alltaf sömu tæpu 40 prósentin og sjá ekki fram á neinar ívilnanir í bráð.

Persónuafsláttur hefur ekki fylgt verðlagi undanfarin 15 ár og skattbyrði þeirra einstaklinga sem hafa lægstar tekjur hefur því aukist. Ennfremur er sýnt að skattalækkanir á fyrirtæki koma einkum stöndugum fyrirtækjum til góða sem þó hafa nóg efni til að leggja meira til samfélagsins en þær hafa lítið að segja fyrir lítil fyrirtæki sem berjast í bökkum.

Annað sem má gagnrýna við áfengis- og tóbakshækkunina er sú neyslustýring sem birtist í henni. Bjór og léttvín hækka ekki, allt annað hækkar. Þannig er greinilega verið að hampa þeim sem drekka léttari tegundir og refsa þeim sem drekka sterkt. Orsök þessa er fullkomlega óskiljanleg en hér á landi hefur myndast sú stemmning að það sé „allt í lagi“ að þamba bjór alla daga þar sem hann teljist vart til áfengis og sama gildir um léttvín.

Sá sem fær sér einn einfaldan vodka eftir vinnu er hins vegar umsvifalaust álitin bytta og róni þó að staðreyndin sé sú að það er sama áfengismagn í einum stórum bjór, einu léttvínsglasi og einum einföldum vodka. Það er ekkert rónalegra við það síðasttalda og það er að mörgu leyti hollara enda fer ofnæmi fyrir gerjuðum drykkjum af ýmsu tagi sívaxandi.

Þessi neyslustýring er fullkomlega óþolandi en á vel við kórinn sem stöðugt jarmar um að fá bjór og léttvín í búðir en vill ekki sjá sterku vínin. Í fyrsta lagi finnst mér Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins fyrirmyndar fyrirtæki með góða þjónustu og finn enga þörf á því að láta reksturinn í hendur einkaaðila sem helst vildu banna Ríkinu að selja bjór og léttvín út af „samkeppnisstöðunni“. Einnig er æskilegt að tryggur aðili hafi eftirlit með þessari vímuefnasölu og ágóðinn á auðvitað að renna í forvarnir og meðferðarstofnanir í landinu. Hins vegar er fáránlegt af talsmönnum einkaframtaksins að vilja þá bara bjór og léttvín í búðirnar en ekki sterku vínin. Þá er nú betra að allir neytendur hafi sams konar aðgang að vöru sinni og sé ekki mismunað.

Spurningin er hvort aukin álagning á sterk vín hvetji til aukins „einkaframtaks“ í þeim efnum og landsmenn stofni einkafyrirtæki um framleiðslu slíkra vína, hver í sínu horni. Ég vona samt að enginn túlki þessa viðvörun mína sem hótun.

kj

Vefritið Múrinn

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli