Frétt

bb.is | 22.11.2002 | 10:05Græni bíllinn hans Garðars enn kominn í gang og stefnir á útgáfu

Hljómsveitin við græna bílinn hans Garðars. Inni í bílnum er Garðar sjálfur. Myndina tók Stefán B. Heiðarsson í lok níunda áratugar síðustu aldar
Hljómsveitin við græna bílinn hans Garðars. Inni í bílnum er Garðar sjálfur. Myndina tók Stefán B. Heiðarsson í lok níunda áratugar síðustu aldar
Vestfirska gleðisveitin Græni bíllinn hans Garðars hyggur á endurkomu eftir viku. Félagarnir í sveitinni eru allir barnfæddir Bílddælingar þótt einungis tveir þeirra séu enn búsettir vestra. Hljómsveitin, sem heitir fullu nafni Menningarhópurinn græni bíllinn hans Garðars átti sitt blómaskeið á árunum 1987-93 og lék þá á fjölda dansleikja, aðallega á suðursvæði Vestfjarða en einnig í Bolungarvík, Súðavík, á Suðureyri, Þingeyri og Flateyri. „Ég held að við höfum spilað alls staðar nema á Ísafirði. Það vildi einhvern veginn alltaf þannig til að við vorum tvíbókaðir þegar við áttum að spila þar. Það er þó aldrei að vita nema við bætum úr því einhvern tímann á næstunni“, segir Bjarni Þór Sigurðsson, gítarleikari sveitarinnar.
Græni bíllinn hans Garðars leikur á tveimur dansleikjum um næstu helgi. Föstudaginn 29. nóvember leikur sveitin á Rabbabarnum á Patreksfirði og degi síðar í Baldurshaga á Bíldudal. „Við hættum í rauninni aldrei að starfa. Í fyrra komum við saman og spiluðum á balli. Þá höfðum við ekki hist í sjö ár og þurftum að hafa svolítið fyrir því að spila okkur saman. Allir erum við þó starfandi í öðrum hljómsveitum og höfum því ekki ryðgað svo mjög“, segir Bjarni Þór.

Sveitin leggst ekki í langan svefn eftir ofangreint dansleikjahald. „Við gefum jafnvel út plötu innan tíðar. Við ætlum að spila á hátíð á Bíldudal síðustu helgina í júní á næsta ári og það er ekki loku fyrir það skotið að við gefum út plötu fyrir þann tíma“, segir Bjarni Þór.

Hljómsveitina skipa þeir G. Hjalti Jónsson trymbill, Matthías Ágústsson bassaleikari, Viðar Ástvaldsson hljómborðsleikari, Þórarinn Hannesson söngvari og Bjarni Þór Sigurðsson gítarleikari. Þess má að lokum geta að Þórarinn Hannesson, söngvari sveitarinnar, gaf í fyrra út sólóplötuna Má ég kítla þig og bókina Græni bíllinn hans Garðars, saga gleðisveitar.

bb.is 28.11.2001
Græni bíllinn hans Garðars aftur í gang

bb.is 26.11.2001
Bíldudals blandað grænmeti á laugardag

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli