Frétt

Björn Bjarnason | 31.10.2002 | 11:08Mál- og fundafrelsi forsætisráðherra

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Enn einu sinni standa vinstrisinnar á öndinni og eru að springa vegna hneykslunar á orðum eða athöfnum Davíðs Oddssonar. Þeir, sem fletta pistlunum á vefsíðu minni, sjá, að hvað eftir annað ár eftir ár hef ég brugðið upp mynd af því, hvernig þetta fólk hefur farið hamförum vegna þess, sem Davíð hefur gert eða sagt. Slík hrina hefur nú staðið um nokkra hríð og þá gerist það, sem venjulega einkennir viðbrögð hins almenna borgara, að vinsældir Davíðs aukast.
Hallgrímur Helgason rithöfundur hefur bæst í hóp þeirra, sem geta vart komið orðum að tilfinningum sínum vegna framgöngu Davíðs. Þykir Hallgrími mikið um, að Davíð bað hann að ræða við sig, eftir að Hallgrímur ritaði Morgunblaðsgrein um samsæri Davíðs gegn Baugi með aðild lögreglunnar.

Fram hefur komið, að Hallgrímur noti upplýsingatækni á þann veg, að sá, sem vill við hann ræða og hringir í síma til hans, fær boð um að senda rithöfundinum tölvubréf og greina frá erindinu. Síðan tekur Hallgrímur ákvörðun um, hvort hann bregst við erindinu. Þessa leið fór forsætisráðuneytið, þegar Davíð vildi skýra Hallgrími frá sínum sjónarmiðum eftir Morgunblaðsgreinina.

Hallgrímur skýrði frá samtalinu í einkasamtölum og ræddi það loks opinberlega í viðtali við Hallgrím Thorsteinsson á útvarpi Sögu 21. október. Daginn eftir varð sá einstæði atburður, að hluti viðtalsins var fluttur í Spegli hljóðvarps ríkisins og Hjálmar Sveinsson kallaði á Herdísi Þorgeirsdóttur þjóðréttarfræðing til að fjalla um skoðanakúgun og um ofríki valdsins eins og það birtist Herdísi og Hallgrími Helgasyni rithöfundi! Hvort fleiri viðtöl úr útvarpi Sögu verða endurflutt í Speglinum til að ýta undir „fræðilegar“ umræður um stöðu fjölmiðla og skoðanakúgun, er ekki vitað. Hjálmar gæti til dæmis endurflutt sýnishorn af því, hve Sigurður G. Tómasson, þáttarstjórnandi á útvarpi Sögu, er hugrakkur, þegar hann ræðst að forsætisráðherra.

Í Sögu-viðtalinu sagði Hallgrímur Helgason meðal annars um viðbrögð fólks við frásögn hans af fundi þeirra Davíðs:

„En svona gegnumsneitt þá er er fólk frekar hneykslað á þessu og ég hef fengið mikið af svona símtölum. Og það er svona kannski mest sláandi í sambandi við það er að fólk vill segja manni sko, fólk hefur verið mikið að segja sögur. Já, einmitt þetta er svona íslenska þjóðfélagið í dag. Davíð er bara með hendurnar á öllu, puttana í öllu og hann vill stjórna öllu og ég kann þessa sögu og svo segir það manni þessa sögu. En það þorir aldrei t.d. að segja þetta í tölvupósti. Mér finnst það svolítið svona einkennandi fyrir ástandið og mér finnst það dálítið svakalegt að ástandið sé orðið þannig að menn séu of hræddir að senda hluti í tölvupósti, bara einfaldlega hræddir við valdið.“

Merkilegt er, að Hallgrímur segir fólk hrætt við að staðfesta í tölvupósti það, sem sagt er við hann í síma [Hallgrímur talar einnig í síma], af því að það er hrætt við valdið. Hvað er hann að segja okkur, sem notum tölvupóst mikið? Að forsætisráðherra sitji og lesi hann? Að fólk óttist að Hallgrímur fari lengra með það, sem hann fær í tölvupósti? Stafar það af því, að hann fór að ræða einkasamtal sitt við forsætisráðherra opinberlega?

Upphlaupinu núna lýkur eins og endranær, þegar vinstrisinnar hrópa: Úlfur, úlfur! vegna Davíðs Oddssonar. Þegar allir Merðir á vinstri vængnum hafa blásið út, lýkur moldviðrinu og beðið er næsta upphlaups. Fróðlegast er að sjá, hverjir vitna um hneykslun sína fyrir utan hina hefðbundnu þátttakendur.

Nú bættist Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður Ungra jafnaðarmanna og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík í hópinn, með ungæðislegri Morgunblaðsgrein undir heitinu Fall forsætisrráðherrans. Ef Ágúst Ólafur ætlar að leggja stund á stjórnmál án þess að ræða þau mál, sem hann vill, að forsætisráðherra ræði ekki, skil ég ekki, hvers vegna hann er að gefa kost á sér. Er það virkilega skoðun vinstri manna, að forsætisráðherra megi ekki ræða við þá, sem hann kýs, um þau málefni, sem hann kýs? Er hin pólitíska rétthugsun ekki í ógöngum, ef stjórnmálamenn mega ekki ræða stjórnmál, hafa skoðanir á þeim eða skýra eigin afstöðu í einkasamtölum og opinberlega?

Björn Bjarnason

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli