Frétt

bb.is | 11.09.2002 | 15:47Fulltrúar andlegra og veraldlegra máttarvalda á Hólmavík eru konur

Konurnar sem fara með forsjá andlegra sem og veraldlegra málefna á Hólmavík: Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður og sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur.
Konurnar sem fara með forsjá andlegra sem og veraldlegra málefna á Hólmavík: Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri, Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður og sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur.
Undanfarið hefur oft verið talað um „kvennaveldið“, „kvennaríkið“ eða jafnvel „konuríkið“ á Hólmavík eða eitthvað í þeim dúr. Í embætti sóknarprestsins þar hefur að vísu lengi eða liðugan áratug verið kona, sr. Sigríður Óladóttir, en í vor komu líka konur í embætti sýslumanns og sveitarstjóra, þær Áslaug Þórarinsdóttir og Ásdís Leifsdóttir. Þannig er forsjá andlegra og veraldlegra málefna á Hólmavík, og jafnt á sviði sveitarfélags og ríkis, komin í hendur kvenna. Ekki hefur annað heyrst en Hólmvíkingar láti sér þetta kvenræði vel líka og séu jafnvel stoltir af því. Þessar þrjár forystukonur féllust á að koma saman á fallegum stað til að láta taka af sér mynd saman og spjalla svolítið um veruna á Hólmavík og störfin sín þar – og sjálfar sig. Viðtölin við þær fylla opnuna í Bæjarins besta sem kom út í dag en hér birtast glefsur úr þeim.
Eina konan á Hólmavík sem getur ekki sungið í kirkjukórnum!

Sr. Sigríður Óladóttir er löngu rótgróin á Hólmavík, öfugt við þær Áslaugu sýslumann og Ásdísi sveitarstjóra, enda rúm tíu ár liðin síðan hún vígðist þangað að loknu guðfræðiprófi, þá liðlega þrítug að aldri. Hún tók sér nokkurt hlé frá skólagöngu áður en hún fór í háskóla, var um skeið á vinnumarkaðinum og fór síðan til Þýskalands um tíma til að nema þar þýsku og fleira. „En það var bara millistig. Svo fór ég í guðfræðideildina eftir að ég kom heim.“

Sr. Sigríður er ættuð frá Hólmavík. Foreldrar hennar bjuggu þar á sínum tíma en fluttust burt áður en hún fæddist. Eldri bræður hennar eru hins vegar fæddir á Hólmavík. Fjölskyldan fluttist suður til Keflavíkur og síðan á Akranes og þar ólst Sigríður upp.

– Er það einhver stefna hjá Hólmvíkingum að hafa konur í forsvari á sem flestum sviðum – er það kannski að fenginni reynslu af prestinum sínum, sem þeir eru nú líka komnir með konur í stöður sýslumanns og sveitarstjóra?

„Ég skal nú ekkert segja um það“, segir sr. Sigríður. „Og því má ekki gleyma, að Hólmvíkingar voru komnir með konu í embætti sýslumanns löngu áður en þeir fengu konu í prestsstarfið!“ Hér vísar sr. Sigríður til þess, að á sínum tíma varð Hjördís Hákonardóttir fyrst kvenna til að gegna sýslumannsembætti á Íslandi þegar hún tók við því starfi einmitt á Hólmavík fyrir allmörgum árum.

– Óneitanlega vekur það athygli hversu margar konur eru þjónandi prestar á Vestfjörðum eða einar fimm talsins – séra Agnes prófastur í Bolungarvík, séra Guðrún Edda á Þingeyri, séra Stína í Holti, séra Auður Inga á Bíldudal og svo þú. Hlutfallið gerist tæplega hærra í öðrum landshlutum.

„Já, ég held að Vestfirðingar séu ágætlega settir hvað þetta snertir!“

Sóknirnar í Hólmavíkurprestakalli sem sr. Sigríður þjónar eru nú fjórar – Hólmavíkursókn, Drangsnessókn, Kollafjarðarnessókn og Kaldrananessókn. Hins vegar stefnir í að sóknirnar geti orðið átta áður en mjög langt um líður. Þegar Sigríður er spurð hvort hún sé nokkuð að hugsa sér til hreyfings eftir meira en áratug á Hólmavík og farin að huga að stærra brauði, er því ekki undarlegt þó að hún svari á þessa leið:

„Brauðið fer nú að stækka! Það stendur til að sameina prestaköll hér á svæðinu þannig að brauðið á eiginlega að stækka í allar áttir. Ætlunin er að ég taki við hluta af gamla brauðinu hans séra Baldurs í Vatnsfirði og með tímanum á Árnesprestakall að sameinast Hólmavíkurprestakalli. Síðan er séra Ágúst á Prestbakka að hætta. Prestakallið hans verður að líkindum lagt niður og væntanlega verður því skipt upp með einhverjum hætti. Þetta er stefnan enda eru þetta orðin fámenn prestaköll.“

Vegalengdir eru miklar í sóknum sr. Sigríðar en eiga eftir að aukast stórlega þegar fleiri sóknir bætast við prestakallið. Hún kvíðir samt engu, hvorki misjöfnum veðrum né misjafnri færð, og minnir á að séra Andrés Ólafsson, sem var prestur á Hólmavík í 34 ár eða liðugan þriðjung aldar, þjónaði Árnessókn að auki árum eða jafnvel áratugum saman. Starfið er samt erilsamt og bindandi þótt ekki bætist fleiri sóknir við.

„Svæðið er talsvert stórt nú þegar og starfinu fylgir að verða að vera alltaf til staðar þegar á þarf að halda. Svo fer ég um sveitirnar með barnastarf og annað. Þetta er vissulega annasamt og líka langt í næstu presta til að leysa af.“

Utan embættis er sr. Sigríður áhugasöm um félagsmál og hefur mikinn áhuga á tónlist. „Ég réðst í það ásamt öðrum að stofna hér kvennakór og svo lenti ég í því að stjórna honum, eiginlega óvart! Þetta er mjög öflugur og skemmtilegur félagsskapur.“

Þrátt fyrir áhuga sinn á kórstarfi er sr. Sigríður af skiljanlegum ástæðum eina konan á Hólmavík sem hefur ekki tök á því að syngja í kirkjukórnum við messur!


Bróðirinn talaði svo vel um Hólmavík og Hólmvíkinga<

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli