Frétt

Deiglan / Eggert Aðalsteinsson | 31.07.2002 | 14:04Lengi lifir í gömlum glæðum

Þau sterku viðbrögð sem hópar fjárfesta sýndu þegar einkavæðingarnefnd auglýsti eftir áhugasömum aðilum um kaup á hlutum ríkisins í Búnaðar- og Landsbankanum eru gríðarlega jákvæð. Loksins hillir undir endann á því ferli sem hófst árið 1998 þegar ríkið hóf að losa um tökin á bankakerfinu. Meðal þeirra fjárfesta sem gáfu sig fram til viðræðna við nefndina er hópur sem kenndur hefur verið við smokkfiskinn; öflugur og samheldinn fjárfestahópur sem rekur ættir sínar til gömlu Sambandsfélaganna.
Um er að ræða flókið eignanet sem nær til olíu-, skipa- og tryggingageirans og ekki síst sjávarútvegsins. Meðal aðila sem standa að þessum hópi er Ker (Olíufélagið), Samskip, Kaupfélag Skagfirðinga og Samvinnulífeyrissjóðurinn. Í fyrirsvari þessara félaga er hópur manna sem kalla mætti höfuðmenn smokkfisksins, menn á borð við Ólaf Ólafsson forstjóra Samskipa, Geir Magnússon forstjóra Kers, Þórólf kaupfélagssstjóra Gíslason og Margeir Daníelsson hjá Samvinnulífeyrissjóðinum.

En hvað vakir fyrir þessum mönnum? Fyrir liggur auðvitað að fjárfestarnir gáfu sig fram til viðræðna til stjórnvöld og því er ekki ljóst hvort báðir bankarnir eru til sölu. En það þarf svo sem ekki að kafa djúpt til að sjá að þessi fjárfestahópur, sem tengdur er við Sambandið sáluga, hlýtur að hugsa fremur til Landsbankans en Búnaðarbankans. Ástæðan er ósköp einföld: Landsbankinn á 45% hlutabréfa í VÍS. VÍS er að hluta til gamalt Sambandsfyrirtæki að langmestu í eigu Landsbankans, Kers og Samvinnulífeyrissjóðsins. VÍS er stýrt af Axeli Gíslasyni sem er gamall starfsmaður Sambandsins eins og þeir Ólafur og Geir og ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrum forstjóra Íslenskra sjávarafurða, áttu þeir stærstan þátt í því að rífa gömlu Sambandsfyrirtækin upp úr öskustónni að mati Óla Björns Kárasonar höfundar bókarinnar Valdablokkir riðlast. Það væri auðvitað mikill fengur fyrir þennan hóp að ná stöðu sem aðaleigandi bankans og tryggja þar með yfirráð sín yfir VÍS.

Smokkfiskurinn sýndi það kannski best í fyrra hve harður hann er af sér þegar fram fóru flókin eignakaup og eignaskipti meðal fyrirtækja innan hans vébanda ef má orða það svo. Þá hafði Fjárfestingarfélagið Straumur, sem að mestu er í eigu Íslandsbanka, keypt grimmt hlutabréf í Olíufélaginu væntanlega með það í huga að ná yfirráðum. Talað var um að Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi stæði á bak við kaup Straums. Stjórnendur Olíufélagsins brugðust við með því að kaupa 42% hlutabréfa í Samskipum af Ólafi Ólafssyni á yfirverði og fékk hann í skiptum hlutabréf í Olíufélaginu. Til þess að gera langa sögu stutta tókst þannig að koma í veg fyrir yfirtökuáformin og smokkfiskurinn og einkum Ólafur í Samskipum tryggðu stöðu sína.

Þessi litla saga af viðskiptum Olíufélagsins, Samskipa og Straums sýnir okkur kannski hvert fjárfestahópurinn sem óskaði eftir viðræðum við einkavæðingarnefnd stefnir. En hvort æskilegt sé að ríkið losi um eignarhald sitt til þess að tryggja völd valdablokka er náttúrlega þarft íhugunarefni.

Deiglan.com

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli