Frétt

Leiðari 29. tbl. 2002 | 17.07.2002 | 11:46Einbreiðu brýrnar á Íslandi

Þrjár eru taldar aðalorsakir banaslysa í umferðinni síðastliðin fjögur ár: Bílbelti eru ekki notuð, ölvun við akstur og biðskylda er ekki virt. Hið síðast talda á væntanlega fyrst og fremst við um þéttbýlið á Suðurlandi. Um þetta leyti árs, þegar umferðin er mest á vegum úti, útihátíðir um helgar og fólk á faraldsfæti í sumarleyfum, dúkkar umræðan um hin hörmulegu slys í umferðinni upp. Því miður er það svo að með hverju árinu sem líður virðast menn jafn varnarlausir gegn þessum ófögnuði.

Þótt margt megi finna vegakerfinu til foráttu verður því ekki með neinum sanni kennt um allt sem úrskeiðis fer. Einbreiðu brýrnar, yfir ár og læki, inn til dala og á heiðum uppi, eru oft taldar orsakavaldar margra óhappa. Þó er það svo að yfir flestar þeirra er vandalaust að aka. Allt sem þarf er aðgát og tillitssemi. Hins vegar er ástæða til að benda Vegagerðinni á, að tilvísanir um að einbreið brú sé framundan, mættu vera meira áberandi og fleiri (af mismunandi stærð) í hverju tilviki fyrir sig. Eitt skilti, kannski í 200 metra fjarlægð frá brúnni, er of lítið og of seint.

,,Lausamöl var á veginum“, er algengt niðurlag frásagna af slysum. Meðan við búum við að mikill hluti vegakerfisins er ekki lagður bundnu slitlagi verður ,,lausamölin“ að vera ökumönnum viðvörun, en ekki afsökun, eftirá. Hið sama gildir um ,,einbreiða slitlagið“, sem vanir ökumenn telja margir hverjir miklu varasamara en malarveg. Fyrir þeirri skoðun má færa mörg rök.

Tjaldvagnar eru áhyggjuefni margra. Aftanívagn, breiðari og hærri en bíllinn, sem dregur hann, er óskemmtilegt fyrirbæri, erfiður hjalli mörgum ökumanninum, sem á eftir kemur. Því miður virðast margir ökuþórar dráttarbílanna ekki gera sér grein fyrir umfangi kerrunnar, sem á eftir skoppar, né þeim erfiðleikum og hættum, sem þessu fylgir fyrir aðra vegfarendur.

Einbreiðu brýrnar munu verða til staðar um einhver ókomin ár. En látum ekki okkur til hugar koma, að við brotthvarf þeirra og malarveganna heyri slysin sögunni til. Reynslan hefur því miður staðfest að þeim mun betri sem aðstæður eru þeim mun meiri er hættan á að við ofmetum þær, að öllu sé óhætt, ekkert geti skeð. Bílarnir verða sífellt kraftmeiri og að sama skapi hættulegri þegar barnaskapurinn nær tökum á okkur og þeir verða að leikföngum í höndum okkar.

Umferðarmannvirki leysa ekki allan vanda. Veldur hver á heldur. Meðan ökumenn haga akstri ekki eftir aðstæðum er árangurs ekki að vænta. Ábyrgðin mun alltaf hvíla á þeim, sem situr undir stýri.
s.h.


bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli