Frétt

bb.is | 11.07.2002 | 11:33Fasteignaverð á Ísafirði hefur staðið í stað undanfarin ár

Eyrin í Skutulsfirði. Fasteignasalarnir eru ósammála um hvort að fólk vilji helst búa þar líkt og áður var.
Eyrin í Skutulsfirði. Fasteignasalarnir eru ósammála um hvort að fólk vilji helst búa þar líkt og áður var.
Fasteignaverð á Ísafirði hefur staðið í stað undanfarin ár og ekki verið í takt við verðlagsþróun að mati Tryggva Guðmundssonar og Arnars Geirs Hinrikssonar, sem starfrækja báðir fasteignamiðlanir á Ísafirði. Arnar segir að þetta stafi m.a. af því að fasteignaverð hafi verið spennt of hátt fyrir fáeinum árum vegna bjartsýni seljenda, sem nú séu að súpa seyðið af því að um algera verðstöðvun hafi verið að ræða á vestfirskum fasteignamarkaði. „Fólk vildi alltaf meira og meira í takt við verðbólguna, en það gekk ekki upp til lengdar,“ segir Arnar.
Tryggvi segir að fasteignaverð hafi óbeint farið lækkandi vegna þessa. „Miðað við verðlagið sem viðgekkst fyrir um fimm árum ætti einbýlishús með bílskúr í sæmilegu standi að seljast á 14-15 milljónir króna, en það er virkilega óalgengt að þau fari á meira en 12 milljónir í dag. Það er algerlega óviðunandi að fólk þurfi að lúta því að selja eignir sínar á hálfvirði miðað við Reykjavíkurverð, þurfi það að af einhverjum ástæðum að flytja þangað,“ segir Tryggvi. Þess má til gamans geta að gangverð á sæmilega rúmgóðum 2ja herbergja íbúðum í Reykjavík er um átta milljónir króna um þessar mundir.

Fasteignamarkaðurinn virðist þó eitthvað vera að glæðast ef marka má orð þeirra félaga, en þeir segjast báðir hafa fundið fyrir auknum áhuga á ísfirskum fasteignum upp á síðkastið. „Fasteignasala í dag er með því líflegasta sem gerst hefur hér síðustu árin,“ segir Tryggvi. „Það hefur verið ágætis sala í sumar og vor og þá helst á stærri eignum, en smærri eignir fara ekki jafn greitt. Það orsakast að mínu mati hugsanlega af því að farið er að veita meira af 90% lánum en verið hefur og því leitar ungt fólk fyrr en áður í stærri eignir. Það er vitaskuld mest um að fólk sé að flytja sig um set hér á svæðinu, en þó hefur mér fundist meira um aðflutning annarsstaðar frá en oft áður. Þegar niðursveifla er í Reykjavík líkt og nú leitar fólk oft út á land og ég er ekki frá því að það sé að gerast þessa dagana.“

Arnar segir að hann hafi orðið var við mikla aukningu í fyrirspurnum um allar tegundir fasteigna, en minna fari af söluaukningunni hjá honum. „Það hefur oft gengið betur að selja, en fyrirspurnir eru alltaf fyrsti vottur um að eitthvað sé í deiglunni og því er ég bjartsýnn á markaðinn næstu mánuðina. Fasteignamarkaðurinn var allur í rólegri kantinum á tíunda áratugnum og það væri gaman að sjá hann glæðast nú,“ segir Arnar.

Fasteignasalarnir virðast ekki sammála um hvar eftirsóknarverðast sé að búa á Ísafirði. Arnar segir að flestir sækist eftir búsetu á Eyrinni, en tekur þó fram að hann höndli ekki mikið með stærri eignir í firðinum eða Hnífsdal. „Fólk sækist jöfnum höndum eftir íbúðum og einbýli hjá mér, þó eru íbúðir undir sjö milljónum króna vinsælastar. Eyrin er lang eftirsóttust og hefur alltaf verið, einbýlishús þar seljast alltaf á endanum,“ segir Arnar. Tryggvi segir hinsvegar að gamla lögmálið að fólk vilji helst búa á Eyrinni sé dottið upp fyrir og nú sé allur gangur á því hvar fólk vilji helst kaupa á Ísafjarðarsvæðinu,

„Eignir í firðinum hafa selst mjög greiðlega og eignir í Hnífsdal seljast líka núna, þó að enn sé óvíst um áhrif snjóflóðaumræðunnar sem skaut hér upp kollinum fyrir nokkru. Það má vera að hún hafi tregðandi áhrif á götur upp undir hlíðum. Eins og ég sagði þá seljast einbýlishús og raðhús mest hjá mér um þessar mundir og það kann að skýra minnkandi áherslu á Eyrina, þar sem þau eru ekki mikið laus þar,“ segir Tryggvi.

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli