Frétt

| 27.01.2000 | 15:40Ólögmæt álagning holræsagjalds

Flateyri. Umboðsmaður Alþingis telur ákvæði um lágmark holræsagjalds í Ísafjarðarbæ stangast á við lög.
Flateyri. Umboðsmaður Alþingis telur ákvæði um lágmark holræsagjalds í Ísafjarðarbæ stangast á við lög.
Ísafjarðarbær og félagsmálaráðuneytið brutu í bága við lagaskyldur, heimildir og jafnræðisreglu við álagningu holræsagjalds árið 1998, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Tilefni álitsgerðarinnar er kvörtun Hlöðvers Kjartanssonar lögmanns f.h. Guðvarðar Kjartanssonar vegna álagningar holræsagjalds árið 1998 á húseign Guðvarðar að Hjallavegi 5 á Flateyri og vegna úrskurðar félagsmálaráðuneytisins frá 27. júlí 1998 í því máli.
Hlöðver telur að hér hafi verið um hreina valdníðslu að ræða. Hann segir ljóst, að fjölda gjaldenda í Ísafjarðarbæ hafi verið gert að greiða mun hærra gjald en þeim bar vegna þess lágmarksgjalds sem miðað var við. Vegna ákvæðis um hámarksgjald hafi hins vegar öðrum sem eiga verðmætari eignir verið gert að greiða mun minna en þeim hefði borið með réttu. Lögmaðurinn segir að þetta eigi einnig við um árið 1999.

„Það er einnig áleitin spurning", segir Hlöðver, „hvort Ísafjarðarbær ætlar að hafa frumkvæði að því að allir fái leiðréttingu sinna mála eða láta við það sitja að leiðrétta aðeins álagningu þeirra sem kvartað hafa."

Málavextir eru þeir, að með bréfi Ísafjarðarbæjar 1. febrúar 1998 var Guðvarði Kjartanssyni tilkynnt um álagningu fasteignagjalda á húseign hans að Hjallavegi 5 á Flateyri á árinu 1998, þar á meðal um álagningu holræsagjalds að fjárhæð kr. 7.000. Í bréfinu kom fram, að holræsagjald væri reiknað út frá fasteignamati húss og lóðar og væri hámark gjaldsins á íbúðarhúsnæði kr. 16.300 en lágmarksgjald kr. 7.000.

Lögmaður Guðvarðar mótmælti álagningunni bréflega án undandráttar og krafðist þess að gjaldið yrði lækkað. Rök hans voru þau, að ákvæði um hámarks- og lágmarksgjald í reglugerð um holræsagjald í Ísafjarðarbæ skorti stoð í lögum og væri umrædd álagning að fjárhæð kr. 7.000 þess vegna ólögmæt. Fasteignamat húss og lóðar Guðvarðar væri kr. 3.225.000 og skyldi holræsagjaldið því vera kr. 5.160 eða 0,16% af matsfjárhæðinni.

Af hálfu Ísafjarðarbæjar var kröfu lögmannsins hafnað og talið að við álagningu væri heimilt að taka tillit til raunkostnaðar sveitarfélaga af viðkomandi þjónustu og skyldi við það miðað að gjaldið dreifðist á gjaldendur með hlutrænum hætti. Virðingarverð fasteigna væri aðalviðmiðun holræsagjalds enda væri jafnan samsvörun milli stærðar eignar og verðmætis hennar. Ákveðinn lágmarks- og hámarkskostnaður væri hins vegar af hverri fasteign, óháð verðmæti hennar, og væri þess vegna ákvæði í reglugerð um að lágmarksgjald gæti verið allt að kr. 8.000. Jafnframt gætu mismunandi sjónarmið átt við um mismunandi tegundir fasteigna.

Þessari niðurstöðu Ísafjarðarbæjar skaut lögmaðurinn til félagsmálaráðuneytisins með stjórnsýslukæru 17. apríl 1998. Í erindi lögmannsins var tekið fram, að gjaldstofn til útreiknings holræsagjalds væri bundinn í lögum og að umrætt gjald væri ekki ætlað til almennrar tekjuöflunar sveitarfélaga, heldur til þess að bera uppi kostnað við gerð og rekstur holræsa. Fullyrt var, að álagning lágmarksgjaldsins á Hjallaveg 5 á Flateyri legði margfalt meiri kostnað á þá eign en réttmætt og málefnalegt gæti talist, bæði miðað við stærð eignarinnar og mögulegan íbúafjölda og einnig miðað við notkun hennar og þá staðreynd að þar ætti enginn lögheimili. Ætti gjaldið því í raun réttri að vera langt undir álagningu sem miðaðist við 0,16% af fasteignamati.

Í úrskurði dags. 27. júlí 1998 synjaði félagsmálaráðuneytið kröfum lögmanns Guðvarðar um lækkun álagðs holræsagjalds og taldi að ákvæði reglugerðar um hámarks- og lágmarksgjald vegna kostnaðar við holræsagerð rúmaðist innan lagaheimilda. Í úrskurðinum sagði m.a., að við ákvörðun á fjárhæð holræsagjalda yrði að líta til eðlis þeirrar þjónustu sem verið sé að greiða fyrir. Ekki skuli miðað við eiginlega notkun kerfisins heldur hvort fasteign sé tengd við kerfið og hafi möguleika á notkun.

Í októbermánuði 1998 kvartaði lögmaður Guðvarðar til umboðsmanns Alþingis. Álit umboðsmannsins er dagsett 30. desember síðastliðinn og segir þar m.a. að niðurstaða hans sé sú, að ákvæði í reglugerð um hámark og lágmark holræsagjalds skorti lagastoð og sé í ósamræmi við lög. „Beini ég því þeim tilmælum til Ísafjarðarbæjar að álagning lágmarksgjalds samkvæmt umræddu reglugerðarákvæði á húseign Guðvarðar Kjartanssonar að Hjallavegi 5 á Flateyri árið 1998 verði endurskoðað, komi fram ósk um það frá honum, og afgreiðslu máls hans verði þá hagað í samræmi við sjónarmið sem rakin eru í áliti þessu."

Einnig telur umboðsma

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli