Frétt

Stakkur 27. tbl. 2002 | 03.07.2002 | 13:30Hin yfirvofandi hætta

Enn blasir alvaran við íbúum Ísafjarðar. Hvíta hættan hefur verið mönnum hugleikin frá 1994. Þó hafa Ísfirðingar eins og okkar Vestfirðinga er siður borið sig mannalega og reynt að gefa hvítu hættunni langt nef. Auðvitað er hér átt við snjóflóðahættu. Hvað sem við reynum að sannfæra okkur með hinum ýmsu rökum er þó eitt ljóst. Snjóflóðin í Skutulsfirði, Súðavík og á Flateyri á árunum 1994 og 1995 tóku 35 mannslíf. Virðinguna fyrir þeim ágæta mann Kristjáni Jónassyni töldu sumir best varðveitta með því að reisa aftur skíðalyftur á Seljalandsdal. Innan við hálfu ári eftir sviplegt og ótímabært fráfall hans hófust bæjaryfirvöld á Ísafirði handa um að reisa skíðalyftur að nýju. Þó örlaði á vísindalegum vinnubrögðum, því leitað var eftir áliti snjóflóðafræðinga í Sviss, manna sem hafa einna mesta þekkingu á snjóflóðum. Sú þekking er byggð á rannsóknum bæði á sögulegum upplýsingum, raunverulegum flóðum, sem unnt hefur verið að mæla og reikna út, og líkönum. Þessir ágætu menn skiluðu skýrslu, sem virtist um tíma vera hálfgert leyniskjal. Niðurstaða hennar var þó sú, að skýrsluhöfundar mæltu gegn endurreisn skíðasvæðis á Seljalandsdal.

Þáverandi sýslumaður svaraði aðspurður af fjölmiðlum um efni og niðurstöðu skýrslunnar, um það bil mánuði eftir að snjóflóðið féll í Súðavík, þar sem 14 manns létu lífið, að skoðun sín væri sú, að ekki ætti að reisa mannvirki þar sem snjóflóð hefðu fallið væri annars kostur. Í skömmu máli urðu viðbrögð þáverandi bæjarstjórnar Ísafjarðarkaupstaðar þau að samþykkja með átta samhljóða atkvæðum að sýslumanni sem jafnframt væri lögreglustjóri væri óheimilt að tjá sig um þetta mál. Enginn greiddi atkvæði gegn þessari tillögu, sem varð þar með að einstæðri samþykkt í stjórnmálasögu Íslands. Níu manna bæjarstjórn taldi rétt að svipta embættismann lýðveldisins Íslands, sem hafði sérstökum skyldum að gegna, frelsi til að tjá sig um hluti, er hann hafði óneitanlega þurft, starfs síns vegna að fjalla um með ýmsum hætti.

Átta mánuðum síðar féll snjóflóðið á Flateyri. Þar féllu 20 menn. En uppbygging skíðasvæðisins hélt áfram. Í mars 1999 féll aftur snjóflóð á skíðasvæðið á Seljalandsdal og nýreist mannvirki féllu. Þau hafa ekki verið endurreist. En mjög skammt er samt frá því lokið var við snjóflóðavörn við sorpbrennslustöðina Funa. Á hana féll snjóflóð rétt rúmum hálfum sólarhring fyrir stóra snjóflóðið á Flateyri. Öllum hugsandi mönnum má vera ljóst að ekki dugar að afneita staðreyndum. Hvíta hættan vofir yfir. Vísindamenn eru að taka nokkurt frumkvæði á grundvelli pólitískra ákvarðana. Hættumatið nýja eiga menn að ræða fordómalaust og á hlutlægan, en um leið yfirvegaðan hátt. Stóryrði eiga ekki lengur rétt á sér, áttu það reyndar aldrei fremur en sleggjudómar um embættismann er sinnti skyldum sínum. Hvíta hættan er ein margra er vofir yfir Íslendingum. Jarðskjálftar og eldgos eru einnig þar á meðal. En engin hefur kostað jafn mörg mannslíf í Íslandssögunni og snjóflóð, vel á sjöunda hundrað. Eldgos og jarðskjálftar standa þar fleiri hundruðum að baki. Slysfarir aðrar koma næst. Nú er ógnin orðin mest af mannavöldum í umferðinni. Hugsunarhátturinn sem þar ræður er sá sem ráðið hefur um of í umræðu um hvítu hættuna, skeytingarleysi og sú dapurlega staðreynd að láta skynsemina víkja. Þessu þarf að breyta í báðum tilvikum.


bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli