Frétt

Stakkur 26. tbl. 2002 | 26.06.2002 | 18:14Uppreisn Byggðastofnunar eða byggðastefnunar?

Ársfundi Byggðastofnunar er lokið. Af því tilefni er fróðlegt að rifja upp að Ísafjörður hefur stundum skipt sköpum í sögunni og nægir þar að rifja upp hin hörðu pólitísku átök er tengdust Skúlamálum Thoroddsen vel fyrir þar síðustu aldamót. Ljóst er að örlög Skúla og breytingar á skipan sýslumanns og bæjarfógeta urðu stór þáttur í því hvert örlög og ævi Hannesar Hafstein, eftirmanns hans, stefndu. Heimamenn, alþýða manna og kjósendur, áttu stórt hlutverk þegar eftirleikurinn er greindur með augum eftirkomenda. Ísfirðingar skiptust í fylkingar, fyrst með og á móti Skúla. Þeir sem studdu Skúla urðu um leið andstæðingar valdstjórnarinnar í Reykjavík sem auðvitað var Landshöfðingi öðrum fremur. Skylt er að taka fram að heimamenn eru greindir annars vegar í alþýðu manna og hins vegar í kjósendur af þeirri einföldu ástæðu að örfáir höfðu kosningarétt og afar fáir þeirra voru úr hópi meirihlutans sem vart hafði til hnífs og skeiðar.

Ísafjörður var um fjögurra áratuga skeið fyrir og eftir næst síðustu aldamót mikill uppgangsstaður. Verslun og viðskipti réðu þar mestu og frelsi, að minnsta kosti margra, til þess að veiða, kaupa og selja fiskinn. Hitt væri misskilngur að halda að þeir sem veiddu og seldu kaupmönnum á Ísafirði hafi alltaf verið ánægðir með sinn hlut. Fiskkaupandinn réði venjulega öllu í viðskiptum og kaupmenn greiddu ekki vöru með peningum heldur eignuðust menn innlegg. Vafalaust verður aldrei reynt að beita kaupmenn þeirri aðferð sem Jón Sigurðsson frelsishetja Íslendinga brúkaði á Dani, að framreikna skuldina við Íslendinga af arðinum er þeir höfðu af þessari kotungsþjóð norður í höfum vegna viðskipta og skatta. Kóngurinn varð að greiða á endanum.

Niðurstaða Valgerðar Sverrisdóttur, ráðherra byggðamála, að skipa alnafna frelsishetjunnar, Jón Sigurðsson, hagfræðing, formann Byggðastofnunar reynist vonandi farsæl og Ísfirðingum og öðrum landsbyggðarmönnum til framdráttar. Valgerður á hrós fyrir að hafa leitað út fyrir hóp þingmanna og ítrekað í orðum þrískiptingu ríkisvaldsins. Alþingismenn hafa nokkuð fetað í fótspor Jóns Sigurðssonar frelsishetju og snúið sér að ýmiss konar störfum fyrir stjórnsýsluna. Sú leið hefur þótt áhrifaríkari í fylgisleit en að sitja á Alþingi og setja lög, reglur sem marka samfélaginu og athöfnum okkar ramma. Stjórnsýslustússið í bankaráðum, Byggðastofnun, ráðum og nefndum, hefur tafið þingmenn frá þeim skylduverkum sem við kusum þá til. Reyndar hafa margir kjósendur viljað þetta í því skyni að fá tilhliðrun fyrir stuðninginn. Happadrjúgt hefur þótt að þekkja stjórnarmann í Byggðastofnun ef mikið lá við.

Nú hefur meiri partur Íslendinga kosningarétt, en sýslan þingmanna með framkvæmdavaldið hefur villt okkur sýn á störf þeirra og þeim um leið hverjar skyldurnar eru. Nú reynir í fyrsta sinn á klár fagleg sjónarmið. Megi Jón Sigurðsson verða Byggðastofnun og byggðastefnunni drjúgur eftir Ísafjarðarfundinn.


bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli