Frétt

Björn Bjarnason / bjorn.is | 16.06.2002 | 21:00Lærdómsrík en óskemmtileg reynsla

Við öndum léttar, þegar ljóst er, að Jiang Zemin, forseti Kína, og hið mikla föruneyti hans hefur komist heilu og höldnu frá landi okkar. Sérkennilegast þótti, að hann söng O sole mio við undirleik Atla Heimis Sveinssonar í veislu forseta Íslands í Perlunni föstudagskvöldið 14. júní. Er þó ekki einsdæmi, að forsetinn taki lagið með stórmenni á góðri stundu. Þá vakti athygli, að forsetanum var ekið niður Almannagjá, en heimild til slíks heyrir til undantekninga. Skýringin er sú, að Jiang er aldraður, fótfúinn og óvanur að ganga mikið, en í máli forseta Íslands kom fram, að hann taldi það mundu hafa lýðræðisleg áhrif á kínverskan starfsbróður sinn að leiða hann á Lögberg.
Um leið og Jiang er kvaddur er ástæða til að fagna því, að landamærin hafa verið opnuð að nýju fyrir Falun Gong fólki eins og öðrum. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að sýna Falun Gong iðkendum stuðning sem staðgenglum allra þolenda mannréttindabrota í Kína. Ástæðulaust er að gleyma því, að Jiang er fulltrúi stjórnar og stjórnmálaafls, sem hefur svipt að minnsta kosti 50 milljónir manna lífi. Maó, forveri Jiangs, hefur þann óskemmtilega sess í heimsmetabók Guinness, að vera talinn mesti fjöldamorðingi mannkynssögunnar.

Netið er vettvangur, sem ýmsir nota til mótmæla. Hefur alþingismönnum til dæmis borist fjöldi bréfa frá fólki, sem segir sér mjög miðsboðið vegna þess að Falun Gong iðkendur hafa verið sviptir ferðafrelsi til Íslands og innan lands. Sumir senda staðlaðan og vel orðaðan texta, aðrir segja eitthvað frá eigin brjósti og eru ekki að vanda neinum kveðjurnar – því miður er orðfærið of oft þannig að ekki er með nokkrum hætti unnt að taka andmælin alvarlega.

Það hefur verið lærdómsrík en óskemmtileg reynsla fyrir okkur Íslendinga að dragast inn í þessi átök Falun Gong og kínverskra stjórnvalda, sem hófust formlega fyrir þremur árum og hafa síðan teygt sig um víða veröld. Alþjóðavæðingin tekur á sig ýmsar myndir og sterkir straumar virða ekki nein landamæri sama hvers eðlis þeir eru. Vilji þjóðir eða stjórnvöld bregðast við þessum straumum þýðir ekki að skella í lás og loka sig frá umheiminum – það sem skiptir mestu er að efla eigin styrk, svo að hann standist áraun hinna alþjóðlegu strauma. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við Falun Gong taka mið af því, að mikill fjöldi þessa fólks hér á landi kunni að skapa óviðráðanleg öryggisvandamál og auðveldast sé að bregðast við vandanum með því að halda erlendum mótmælendum í öðrum löndum. Hin leiðin er að huga að innri öryggismálum með nýjum hætti í samræmi við breyttar aðstæður. Hef ég áður vakið máls á nauðsyn þess og ætla ekki að rekja sjónarmið mín um það efni að þessu sinni en bendi til dæmis á grein, sem ég skrifaði í Morgunblaðið í tilefni af 50 ára afmæli varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna í maí 2001.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli