Frétt

Jóhanna Sigurðardóttir | 04.06.2002 | 20:39Burt með skatta af barnabílstólum

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Ríkisvaldið á að ganga alla leið og fella ekki bara niður tolla af barnabílstólum heldur á einnig að fella af þeim virðisaukaskatt. Um það reyndi ég að ná samstöðu í efnahags- og viðskiptanefnd á lokadögum þingsins í vor, en án árangurs. Fjölskylduráð sem á að vera stjórnvöldum til ráðuneytisins um málefni sem snerta fjölskylduna hafði m.a. lagt til við nefndina að 24.5% virðisaukaskattur af bílstólum yrði felldur niður. Auk þess vakti Umferðaráð athygli nefndarinnar á því að á árinu 2001 hefði athugun ráðsins leitt í ljós að aðeins 72% leikskólabarna væru í barnabílstólum við komu í skólann. Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins, sem lagðist gegn því að fella niður virðisaukaskatt af barnabílastólum, kostar það ríkissjóð einungis um 1 ½ milljón á ári.
Ríkisvaldið hafnaði tillögu fjölskylduráðs

Reyndar vakti fjölskylduráð athyglis efnahags- og viðskiptanefndar á fleiri málum sem varða hag og velferð ungbarnafjólskyldna. Benti það á að hér væri virðisaukaskattur 14% af þurrmjólkurdufti og ungbarnamat og 24.5% af bréfbleium, barnabílstólum, barnavögnum og kerrum. Orðrétt kom fram í umsögn fjölskylduráðs:\"Það væri mikil bót að því fyrir foreldra ungra barna að virðisaukaskattur yrði afnuminn af þeim vöruflokkum eins og gert hefur verið víða í nágrannalöndum okkar.\"

4-5 þús.kr. lækkun á barnabílstólum

Ekki blæs byrlega á Alþingi fyrir þessa tillögu fjölskylduráðs, því ekki var einu sinni hægt að ná samstöðu um að fella niður virðisaukaskattinn af barnabílstólum, sem er helst öryggistæki barna í umferðinni. Ef miðað er við útreikninga sem lagðir voru fram í efnahags- og viðskiptanefnd frá fjármálaráðuneytinu, en forsendur þeirra útreikninga voru miðaðar við virðisaukaskatt sem greiddur var af barnabílstólum í janúar, febrúar og marz á þessu ári og þær fjárhæðir yfirfærðar yfir á heilt ár væri einungis um að ræða 1-1 ½ milljón króna. Væri virðisaukaskatturinn felldur niður gæti það lækkað verð á barnabílstólum um 4-5.000 krónur, sem í mörgum tilvikum getur ráðið úrslitum um það hvort ungbarnafjólskyldur hafa efni á því að kaupa barnabílstól.

Gegn umferðaöryggisáætlun

Það er óskiljanlegt ef ríkisvaldið ætlar áfram að bregða fæti fyrir þetta brýna réttlætis- og öryggismál barna í umferðinni. Ekki síst nú í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið um hve mikið vantar á notkun barnabílstóla. Það gengur líka gegn umferðaöryggisáætlun, þar sem lögð er áhersla á að notaður sem öryggisbúnaður í bílum eins og bílstólar. Manni ofbýður hreinlega að á sama tíma og Alþingi var að samþykkja þessi umferðaáætlun var hafnað að afnema virðisaukaskatt af barnabílastólum, sem kostar í mesta lagi 1 ½ milljón króna á ári. Stjórnvöld ættu að kynn sér hvað slys á börnum í umferðinni kosta samfélagið allt, að ekki sé talað hvað það getur eyðilagt líf barna og aðstandenda þeirra. Þessu máli verður sannanlega fylgt eftir á komandi haustþingi.

Pistillinn birtist á heimasíðu Jóhönnu Sigurðardóttur, aþingismanns.

Heimasíða Jóhönnu Sigurðardóttur

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli