Frétt

Fréttablaðið - Jónas Kristjánsson | 15.03.2002 | 12:14Þéttbýlisflokk vantar

Fjórflokkurinn allur er andvígur hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins, svo sem sést af athöfnum hvers kyns ríkisstjórna og þingmeirihluta. Áratugum saman hefur mikið af orku slíkra aðila farið í að reyna að hamla gegn þroska höfuðborgarsvæðisins með fjárhagslegum aðgerðum af ýmsu tagi. Einna lengst gengur þetta í vegagerð, þar sem fáfarin göng gegnum afskekkt fjöll eru tekin fram yfir lífshættulega fjölfarin gatnamót við þvergötur Miklubrautar og Reykjanesbrautar. Núverandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins gengur raunar að þessari mismunun af mikilli ákefð.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins þurfa stjórnmálaflokk, sem tryggir, að vegafé sé notað, þar sem tekjurnar verða til. Þeir þurfa flokk, sem lætur byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu til að fækka slysum, stytta ferðatíma, minnka eldsneytiskostnað og draga úr loftmengun. Slík tilfærsla vegafjár er um leið þjóðhagslega hagkvæm, því að reynslan sýnir, að vaxtarbroddur nýrra fyrirtækja í atvinnugreinum framtíðar er eingöngu á höfuðborgarsvæðinu. Greiðar samgöngur á því svæði stuðla að verndun byggðar á Íslandi og draga úr atgervisflótta til útlanda.

Nýjasta dæmið um árás stjórnvalda á hagsmuni höfuðborgarsvæðisins eru ráðagerðir um að ryksuga allt tiltækt fjármagn í landinu til að borga fyrir álver á Reyðarfirði og orkuver við Kárahnjúka. Þetta þýðir, að minna fjármagn verður til ráðstöfunar handa vaxtarbroddum atvinnulífsins. Góðar hugmyndir á framtíðarsviðum munu ekki verða að veruleika, af því að efnilegt fólk mun ekki geta útvegað sér fjármagn til að koma tækifærum sínum í gang. Sumir munu gefast upp, en aðrir flytja sig til ríku landanna, þar sem menn taka atvinnuvegi framtíðarinnar fram yfir álver.

Ein birtingarmynd þessarar árásar er 2-2,5% vaxtahækkun í landinu á byggingatíma álvers og orkuvers samkvæmt tölum Seðlabankans. Þetta er skattur, sem ryksugun fjármagns til 19. aldar gæluverkefnis leggur á alla þá, sem þurfa að taka lán, hvort sem er til húsnæðis eða verkefna. Þetta kemur auðvitað mest niður á unga fólkinu á höfuðborgarsvæðinu. Það þarf að byggja yfir sig og skapa sér tækifæri til hátekjustarfa í greinum, þar sem það hefur lært til verka. Byggðastefna álvers á Reyðarfirði og orkuvers við Kárahnjúka er bein fjárhagsleg árás á allt þetta fólk.

Hér hafa aðeins verið nefnd tvö afmörkuð atriði, þar sem núverandi stjórnvöld vinna gegn
hagsmunum íbúa höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan snúast heilir málaflokkar ríkisins um varðveizlu gamalla atvinnuvega til sjávar og sveita með tilheyrandi ofurkostnaði skattgreiðenda. Engum kemur á óvart, að Framsóknarflokkurinn sýni íbúum höfuðborgarsvæðisins óvild, þar sem hann er fylgislítill á svæðinu. Undarlegra er, að Sjálfstæðisflokkurinn skuli kjörtímabil eftir kjörtímabil komast upp með að vinna markvisst gegn hagsmunum kjósenda sinna á svæðinu.

Langvinnur stuðningur kjósenda á höfuðborgarsvæðinu við aðalandstæðinga svæðisins, við ýmsar birtingarmyndir hins pólitíska fjórflokks í landinu, einkum við Sjálfstæðisflokkinn, er verðugt skoðunarefni fyrir sálfræðinga á sviðum langlundargeðs, sjálfseyðingar og sjálfsniðurlægingar. Þegar kjósendur höfuðborgarsvæðisins sameinast
um að kjósa sér fjölmenna sveit fulltrúa nýs þéttbýlisflokks á Alþingi, munu loksins hætta pólitískar ofsóknir gegn höfuðborgarsvæðinu.

Jónas Kristjánsson

Grein þessi birtist í Fréttablaðinu 15. mars 2002

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli