Bolungavíkurhöfn: 1.151 tonn í apríl

Það var fallegt í Bolungavíkurhöfn í byrjun sumars. Smábátar við eina bryggjuna og Ásdís Ís handan við Grundargarð. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.151 tonnum af botnfiskafla í Bolungavíkurhöfn í síðasta mánuði.

Togarinn Sirrý ÍS var með 596 tonn eftir 7 veiðiferðir. Dragnótabáturinn Ásdís Ís var með góðan afla í mánuðinum 230 tonn í 20 róðrum. Þorlákur ÍS er aftur kominn á veiðar eftir vélaklössun og landaði 10 tonn í tveimur veiðiferðum á dragnót.

Tveir línubátar reru í apríl. Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS fóru báðir 11 róðra og lönduðu 128 tonnum og 121 tonni.

Tveir bátar voru á grásleppuveiðum. Högni ÍS var með 28 tonnum í 10 löndunum og Siggi Bjartar ÍS var með 37 tonn í 11 löndunum.

Ekki liggja fyrir tölur um landaðan eldisfisk í apríl.

DEILA