Vestri: vann sinn annan sigur í Bestu deildinni á „heimavelli“

Karlalið Vestra í Bestu deildinni gerði það gott í gær. Liðið lék sinn fyrsta „heimaleik“ á leiktímabilinu en þar sem völlurinn á Ísafirði er ekki tilbúinn var leikið í Laugardalnum í Reykjavík á heimavelli Þróttar.

Þrátt fyrir þennan annmarka átti Vestraliðið skínandi leik og hélt liði HK í Kópavogi í skefjum í jöfnum og spennandi leik þar sem Benedikt V. Warén skoraði eina mark leiksins á 73. mínútu eftir góða sendingu frá Andra Rúnari Bjarnasyni.

Sérfræðingur fotbolti.net taldi Vestramennina Benedikt V. Warén og Ibrahima Balde bestu menn leiksins.

Vestri er í 7. sæti eða um miðja deild eftir fjóra leiki með 6 stig af 12 mögulegum sem er 50% árangur.

DEILA