OV: brenndi 3,5 milljón lítrum sem kosta 550 m.kr.

Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða á Stakkanesi.

Landsvirkjun tikynnti í gær að skerðingum á afhendingu raforku til stórnotenda hafi verið afnumdar. Það er um 3-5 vikum fyrr en reiknað var með um miðjan sl. mánuð segir í tilkynningu Landsvirkjunar. Staða í miðlunarlónum Landsvirkjunar batnar nokkuð ört og mikill snjór á hálendinu gefur fyrirheit um gott innstreymi í lónin á næstu vikum.

Skerðingar til fiskimjölsverksmiðja og fiskþurrkana, auk gagnavera sem stunda rafmyntagröft munu standa áfram „enda engin umframorka tiltæk þótt staðan fari batnandi.“ En skerðingum til fjarvarmaveitna hefur verið hætt og þar með til Orkubús Vestfjarða.

Hjá Orkubúinu fengust þau svör að á skerðingartímabilinu væri búnið að kaupa rúmlega 3,4 milljón lítra af olíu á olíutanka fjarvarmaveitnanna. „Við eigum eftir að fá reikninga fyrir nokkra daga svo þetta verður sennilega nær 3,5 milljón lítrum.“

Nettó olíukostnaður Orkubúsins í skerðingunni verður í kringum 550 milljónir króna.

DEILA