Bíldudalur: krían er komin

Krían er komin í Bíldudalsvog. Úlfar Thoroddsen, sem þar hugar að æðarvarpi lét vita af þvi að krían hafi sést og segir hann að það slái ljósbláum blæ á leirurnar og þangbreiðurnar þar sem hópurinn settist.

Krían er mjög stundvís, ef svo má segja. Hún kom 4. maí í hittifyrra og 3. maí í fyrra og svo 6. maí í ár.

DEILA