HJÓLAÐ Í VINNUNA HEFST Á MORGUN

Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarverkefninu „Hjólað í vinnuna“.

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.

Miðvikudaginn 8. maí hefst Hjólað í vinnuna í tuttugasta og annað sinn.


Allir þátttakendur Hjólað í vinnuna eru velkomnir að hjóla við á setningarhátíðina sem fer fram á veitingahúsinu Á Bístró í Elliðaárdalnum kl 8:30

Dagskráin er eftirfarandi:

-Þórey Edda Elísdóttir, varaforseti ÍSÍ býður gesti velkomna og stýrir dagskrá

Ávörp flytja:

-Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra  
-Alma Möller, landlæknir
-Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar
-Bjartur Guðmundsson, markþjálfi og peppari

Að ávörpunum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.

Við minnum á að á meðan að átakið stendur yfir verða heppnir þátttakendur dregnir út í skráningarleik Hjólað í vinnuna alla virka daga í þættinum Hjartagosar á Rás 2. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga en einnig fá vinningshafar vörur frá Unbroken. Þann 28. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti rúml.100.000kr. 
Myndaleikurinn er a sínum stað á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna fá glæsilegar vörur frá Erninum.

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má einnig finna efni til að dreifa á vinnustöðum, svo sem reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.

DEILA