Ísafjarðarbær: ferliþjónusta verður að öllu leyti í höndum sveitarfélagsins – engir verktakar lengur

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu sviðsstjóra velferðarsviðs  þess efnis að ferliþjónusta verði alfarið í höndum sveitarfélagsins og þar með horfið frá verktöku í þjónustunni.

Bæjarráðið samþykkti kaup á tveimur bifreiðum, sérútbúnum bíl fyrir ferliþjónustu og rafmagnsbifreið fyrir stuðningsþjónustu (heimaþjónustu aldraðra, dagdeild, matarþjónustu og akstursþjónustu aldraðra), auk uppsetningar á hleðslustöð eftir atvikum.

Kostnaður hefur ekki verið upplýstur en bæjarstjóri mun leggja fram í bæjarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2024 til þess að mæta honum.

DEILA