Garðar BA 64: slysagildra

Forsíðumynd ársskýrslunnar.

Í ársskýrslu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir 2023 er vikið að Garðari BA 64 sem á sínum tíma var siglt upp í fjöru í Skápadal í Patreksfirði eftir að hafa verið dæmdur ónýtur og tekin af skrá 1981.

Þar hefur hann staðið síðan, gestum og gangandi til sýnis. Garðar BA er mikið ljósmyndaður og skráður sem einn af áfangastöðum Vestfjarða. Tímans tönn vinnur sitt verk þó eitthvað hafi verið lappað upp á bátinn 2001. Hann er nú gegnum ryðgaður og hættulegur þeim sem sækja hann heim. Einhver olía er enn um borð en olíupollur er við hliðina á skipinu.

Fyrirsögn þessa kafla skýrslunnar er: Söguleg menningarverðmæti eða slysagildra.

Mynd úr ársskýrslunni.

DEILA