Ísafjarðarbær fær styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna Valagils í Álftafirði

Valagil í Álftafirði. Mynd: visit Wesrfjords.

Ísafjarðarbær hefur fengið úthlutað 22.876.667 kr. styrk úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að gera göngustíg og áningarstað í Valagili í Álftafirði.

Í tilkynningu sjóðsins segir að styrkurinn sé veittur til að bæta aðgengi að Valagili fyrir botni Álftafjarðar. Segir í rökstuðningi að staðurinn verði æ vinsælli með árunum. Verkefnið sé á áfangastaðaáætlun Vestfjarða og falli vel að markmiðum sjóðsins.

Hönnun er hafin á gerð göngustígsins og brúar í gilinu. Unnið er að útboðsgerð og er gert ráð fyrir að verkið fari í útboð fyrir miðjan maí.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær gerð útboðsgagna og að verkið verði boðið út.

Teikning af pöllum.

DEILA