Vestfirðir: þungatakmörkunum aflétt í dag

Nýr vegur á Dynjandisheiði. Mynd: Björn Davíðsson.

Vegagerðin hefur tilkynnt að þeim sérstöku ásþungatakmörkunum sem hafa verið í gildi á eftirfarandi vegum hafi verið aflétt í dag kl 10 þriðjudaginn 7. maí. 2024. Um er að ræða eftirtalda vegi:

Barðastrandarveg 62

Bíldudalsveg 63

Vestfjarðavegi 60 um Dynjandisheiði

Innstrandaveg í Strandasýslu 68

Laxárdalsvegi 59.

Athygli er vakin á að áfram verður ásþungi takmarkaður við 5 tonn á:

Bíldudalsvegi 63 frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi 60 í Helluskarði og

Strandavegi 643 frá Laugarhóli í Bjarnarfirði norður í Árneshrepp. Vakin er athygli á að takmörkun við 5 tonn verður einnig áfram í gildi á vegi 645 frá Drangsnesi að Strandavegi 643 í Bjarnarfirði.

DEILA