Frétt

bb.is | 02.10.2006 | 16:29Miðaldakirkja grafin upp á Hofstöðum við Þorskafjörð

Unnið að rannsóknum á Bænhúshólnum á Hofstöðum, þar sem í ljós komu leifar miðaldakirkju og hringlaga kirkjugarðs. Á myndinni sér út með Þorskafirði að sunnanverðu. Ljósm: Hlynur Þór Magnússon.
Unnið að rannsóknum á Bænhúshólnum á Hofstöðum, þar sem í ljós komu leifar miðaldakirkju og hringlaga kirkjugarðs. Á myndinni sér út með Þorskafirði að sunnanverðu. Ljósm: Hlynur Þór Magnússon.
Guðrún Alda Gunnarsdóttir fornleifafræðingur með uppgraftarsvæðið á Bænhúshólnum í túninu á Hofstöðum í baksýn.
Guðrún Alda Gunnarsdóttir fornleifafræðingur með uppgraftarsvæðið á Bænhúshólnum í túninu á Hofstöðum í baksýn.
Guðrún Alda Gunnarsdóttir fornleifafræðingur með uppgraftarsvæðið á Bænhúshólnum í túninu á Hofstöðum í baksýn.
Guðrún Alda Gunnarsdóttir fornleifafræðingur með uppgraftarsvæðið á Bænhúshólnum í túninu á Hofstöðum í baksýn.
Miðaldakirkja með hringlaga kirkjugarði kom í ljós við fornleifarannsóknir á Hofstöðum við Þorskafjörð í Reykhólasveit í Austur-Barðastrandarsýslu í sumar og haust. Jafnframt kom í ljós að þúst þar í túninu, sem lengi hefur verið talin hoftóft frá heiðnum sið, er náttúrumyndun. Rannsóknum þessum stjórnaði Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands. Hún segir brýnt að frekari rannsóknir verði gerðar á Hofstöðum. Með Guðrúnu Öldu störfuðu að þessu verkefni fornleifafræðingarnir Hildur Gestsdóttir, Howell M. Roberts og Oddgeir Hansson auk Óskars Leifs Arnarssonar fornleifafræðinema.

Markmiðið með þessum rannsóknum var að afla upplýsinga um það sem talin voru vera fornleg mannvirki í túninu á Hofstöðum, sem nefnd hafa verið Hoftóft og Bænhúshóll. Ákveðið var að kanna hvort þar væri um mannvirki að ræða og þá hvers konar, gera forkönnun á minjum sem kæmu í ljós og kanna ástand þeirra og vísindalegt gildi fyrir frekari rannsóknir á staðnum.

Fornleifarannsóknin á Hofstöðum á sér nokkurn aðdraganda. Hún er hluti af samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands og heimamanna, sem eru aðilar að Ferðamálafélagi Dalasýslu og Reykhólasveitar, með stuðningi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Á síðasta ári var Grettislaug á Reykhólum rannsökuð og jafnframt var grafið í kumlateiga úr heiðni í botni Berufjarðar í Reykhólasveit. Fyrir tveimur árum voru þingminjar á Kollabúðum í Þorskafjarðarbotni mældar upp.

Minjarnar á þessum stöðum mynda áhugaverðan fornleifa- og söguhring í Reykhólasveit. Fáar fornleifarannsóknir hafa verið gerðar á sunnanverðum Vestfjörðum og hér hefur því gefist kærkomið tækifæri til að bæta við þekkingu á menningarsögu héraðsins. Mikill áhugi er á frekari rannsóknum á svæðinu, sem og því að gera þessum minjum hærra undir höfði og gera þær sýnilegri almenningi. Áhugi heimamanna á rannsóknunum var mikill og komu fjölmargir í heimsókn meðan á uppgreftinum stóð, auk þess sem nemendur Reykhólaskóla komu í vettvangsferð.

Hofstaðir við Þorskafjörð hafa vakið athygli fræðimanna um langt skeið og frá 19. öld hafa margir þeirra komið þar, bæði íslenskir og erlendir. Ástæðurnar voru að líkindum tvenns konar, annars vegar forvitnilegar minjar í túninu og hins vegar Þorskfirðinga saga (Gull-Þóris saga) sem greinir frá hofi á Hofstöðum. Fyrst þegar fræðimenn komu á staðinn var hringlaga þústahóll neðan bæjar kallaður Hofhóll og talið að þar hefði hofið staðið. Þúst þar skammt frá sem minnti menn á langhús var kölluð gildaskáli. Síðar breyttust hugmyndir fræðimanna og farið var að kalla hringlaga þústina Bænhúshól en langhúslegu þústina Hoftóft.

„Við rannsóknirnar núna kom í ljós að Hoftóftin svonefnda, sem er 24x7 metrar að stærð, reyndist vera náttúrumyndun í túninu“, segir Guðrún Alda. „Í kringum grunna vatnsrás hafa þúfur byggst upp og myndað það sem sýnist á yfirborði vera skálalaga rúst. Hinn svokallaði Bænhúshóll er um 20x20 metrar að stærð, nálega sléttur að ofan en kargaþýfður. Um það bil 30 cm undir yfirborði komu í ljós leifar vel varðveittrar kirkju auk grafa. Yfirborðið utan við kirkjuna var mjög hreyft, sem bendir til að hugsanlega hafi verið þétt grafið á þeim stað sem rannsakaður var fast vestan við kirkjuna. Tvær grafir voru opnaðar að nokkru til þess að staðfesta að um grafir væri að ræða og voru mannabein í báðum og leifar trékistu í annarri. Ekki er hægt að fullyrða um stærð kirkjunnar á þessu stigi en ljóst er að hún er meira en 5 metra breið. Í veggjum hennar er stærðargrjót og við rannsóknina mátti greina fleiri en eitt byggingarstig“, segir Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur.

Í vetur verður unnið úr þeim gögnum sem safnað var og lagst í heimildarannsóknir, en að sögn Guðrúnar Öldu er ljóst eftir þessa forkönnun að kirkjan er allrar athygli verð, stæðilega byggð og vel varðveitt.

„Það væri mikill akkur“, segir hún, „ekki aðeins fyrir sveitarfélagið og sögu þess heldur einnig á landsvísu, að frekari rannsóknir færu fram á mannvirkinu og umhverfi þess. Mikil gróska hefur verið í kirkjurannsóknum undanfarin ár og hefur Fornleifastofnun Íslands komið að fornleifarannsóknum á kirkjum að Neðra-Ási í Skagafirði, Hofstöðum í Mývatnssveit, Gásum í Eyjafirði og Reykholti í Borgarfirði, auk viðamikils kirkna- og bænhússkrárverkefnis á landsvísu. Til viðbótar má nefna, að Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur stjórnaði uppgrefti á kirkju á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði eystra og Jesse Byock fornleifafræðingur stjórnaði uppgrefti á kirkju á Hrísbrú í Mosfellsdal, auk rannsóknar Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings á kirkju að Stöng í Þjórsárdal. Engar kirkjurannsóknir hafa enn farið fram á Vestfjörðum og myndi frekari rannsókn á Hofstöðum í Reykhólasveit vera upphaf að slíkum rannsóknum í þessum landshluta, auk þess að auka við þekkingu á byggingarstílum og gerðum slíkra mannvirkja almennt“, segir Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli