Tungusilungur: endurnýjað leyfi til 2040

Frá starfstöð Tungusilungs í Tálknafirði.

Matvælastofnun hefur endurnýjað rekstrarleyfi Tungusilungs ehf vegna 200 tonna hámarkslífmassa til matfiskeldi á bleikju og regnbogasilungi. Gildir leyfið til næstu 16 ára.

Um er að ræða landeldisstöð á þremur staðsetningum í Tálknafirði, annars vegar í þéttbýlinu Tálknafirði við
Þórsberg og hins vegar á Mjóaparti og á Keldeyri með frárennsli til sjávar. Í rekstrarleyfum fiskeldisstöðva á landi er skilyrði að stöð sé útbúin búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskari og búnaði
staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangar fisk sem sleppur. Búnaður fiskeldisstöðvarinnar er þannig að öll
ker eru með ristar ásamt vörn í affalli.

Rekstrarleyfið heimilar 200 tonna hámarkslífmassa til matfiskeldis á bleikju og regnbogasilungi.

Starfsleyfi Umhverfisstofnunar er í gildi og rennur út 22. nóvember 2038. Rekstrarleyfið gildir til 29. apríl 2040.

DEILA