Gengið gegn áformum um virkjun í friðlandinu í Vatnsfirði

Bríet Böðvarsdóttir.

Á laugardaginn 4. maí, 2024, var kosið í sameiginlegu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhreppi. Bríet Böðvarsdóttir á Seftjörn á Barðaströnd ákvað að ganga til kjörfundar í Birkimel á Barðaströnd til að mótmæla hugmyndum um virkjun í friðlandinu í Vatnsfirði.

Bríet og Einar Guðmundsson maður hennar voru einir af fyrstu landvörðunum í friðlandinu í Vatnsfirði sem stofnað var 1975 og er því hartnær fimmtíu ára gamalt. Síðastliðin tvö ár hafa verið uppi hugmyndir um að aflétta friðuna af hluta friðlandsins vegna virkjunar í friðlandinu. Bríet hefur unnið ötullega gegn virkjunarhugmyndum síðan þær komu upp og mótmælti þeim í dag með göngu sinni frá heimili sínu á Seftjörn á Barðaströnd að Birkimel, eina 16 km. Bríet er á 83 ára og gangan tók hana 4,5 klst. Bríet var hress að göngu lokinni og var vel fagnað af sveitungum sínum við komuna á kjörfund. 

Myndir: aðsendar.

DEILA