Frétt

Á ferð um Vestfirði | 03.01.2002 | 23:22Eljuverk Egils Ólafssonar á Hnjóti

Egill Ólafsson á Hnjóti.
Egill Ólafsson á Hnjóti.
Eitt af merkari afrekum 20. aldar á sviði íslenskrar þjóðmenningar er ötult safnastarf Egils Ólafssonar bónda, safnvarðar og flugvallarstjóra að Hnjóti í Örlygshöfn, sem andaðist síðla árs 1999. Afraksturinn af ævistarfi Egils heitins er sá, að fá héruð á Íslandi búa eins vel að sögu sinni og sunnanverðir Vestfirðir. Safnið á Hnjóti er einstæð heimild um þróun íslensks samfélags eins og hún birtist í þeim hlutum sem þjóðin hefur notað í daglegri lífsbaráttu frá upphafi landnáms og fram til nútímans.
Þótt safnið beinist fyrst og fremst að sögu og menningu sunnanverðra Vestfjarða er skírskotun þeirra mun víðtækari. Með ótrúlegri ástríðu og innsæi tókst Agli Ólafssyni að safna saman á einn stað einstæðri heildarmynd af verklegri menningu Íslendinga.

Fyrsti vísir að safninu eru hlutir sem Egill eignast barn að aldri. Ein netanál varð uppistaðan að byggðasafni Vestur-Barðastrandarsýslu. Þegar nýtt íbúðarhús var reist að Hnjóti árið 1958 kom Egill hinum fjölmörgu hlutum sem hann hafði safnað í gegnum árin fyrir undir súð á efri hæð. Þá fyrst varð sýnilegt öðrum hið ötula starf hans að bjarga úr glatkistunni hlutum sem sýndu hverfandi atvinnuhætti og lífshætti. Í þessu sambandi er vert að minnast á föður Egils, Ólaf Magnússon, sem margir segja að hafi ekki átt hvað minnstan þátt í að þetta merka safn varð að veruleika.

Allt sem minnti á erfiða lífsbaráttu þjóðarinnar fyrr á tímum varð Agli hvöt til söfnunar. „Þetta segir sína sögu um lífsbaráttuna“ var viðkvæði Egils um leið og hann sýndi aflagðan grip. Það er kannski ekki síst þessi þáttur „að láta hlutina tala“ sem gerir safnið að Hnjóti sérstætt, heildstæð uppsetning í eldri hluta safnsins þar sem munirnir hvísla í samhengi hver við annan sögu genginni kynslóða.

Um hálfu ári fyrir andlát sitt hóf Egill að setja upp sýningu í nýrri álmu við safnið. Sú uppsetning skyldi vera með öðrum brag en sýningin í eldri álmunni, enda allt önnur hugsun og stefna í gangi en þegar eldri álman var sett upp. Í takt við sýningarstefnur nútímans átti að leggja meiri áherslur á sviðsmyndina og að skapa „söguhrif“. Því miður entist Agli ekki aldur til að fullklára þessa sýningu en samt nóg til að meginlínurnar eru skýrar um yrkisefnið. Reynt hefur verið að fylgja þeirri línu sem Egill lagði við uppsetningu. Í megindráttum má tala um sex sýningar:

1. Upplýsinga- og samskiptabylting 20. aldar.
2. Læknaminjar.
3. Björgunarstörf og upphaf stórútgerðar.
4. Farskólinn.
5. Ríkisvaldið og fæðing lýðveldisins.
6. Trúin og kirkjuævin.

Til viðbótar eru ýmsar smærri sýningar eins og baðstofa Gísla á Uppsölum ásamt sérkennilegum hlutum sem hann hefur verið að búa til og erfitt er að ráða í til hverra nota. Í kaffiteríunni er vísir að tónlistarsafni að hætti Jóns Kr. Ólafssonar á Bíldudal. Að lokum má nefna að sett hefur verið upp yfirlitssýning um safnstarf Egils Ólafssonar.


Grein þessi birtist í blaðinu Á ferð um Vestfirði 2001.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli