Frétt

frelsi.is – Kári Allansson | 21.12.2004 | 14:31Þú ert plebbi

Í Sunnudagsþætti Skjás eins 19. desember ræddu Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Jón Hafstein við Guðmund Steingrímsson og Ólaf Teit Guðnason um kaup ríkisstjórnarinnar á verkum Sigmunds í Morgunblaðinu síðastliðin 40 ár. Aldarspegill eru teikningar hans kallaðar og eru keyptar á 18 milljónir. Það á víst að heita í lagi því um eingreiðslu sé að ræða! Eðlilega hefur mikið verið deilt um þessi kaup síðastliðna daga og bent á hvernig ráðstafa hefði mátt þessum peningum öðruvísi í önnur gæluverkefni íslenskra ráðamanna. Stefán Jón Hafstein kom þægilega á óvart með því að gagnrýna þann lið fjárlaga sem kallast ráðstöfunarfé ríkisstjórnar- „skúffupeninga”. Jafnframt benti hann á að teiknarinn Sigmund sé sko enginn Kiljan eða Gunnar Gunnarsson og benti háðslega á möguleikann á því að ríkisstjórnin keypti öll lög Gylfa Ægissonar eða Bubba Morthens.

Patríseinn Stefán Jón komst hins vegar á flug þegar plebbinn Ólafur Teitur benti á verk úr skít og hálmi sem er vistað á vegum Reykjavíkurborgar sem eyðir mun meiri peningum en ríkisstjórnin í listaverkakaup, þetta verk væri sko eftir Dieter Roth og Ólafur Teitur væri bara plebbi að vita það ekki. Undirritaður vissi ekki heldur að verkið væri eftir Dieter Roth og er þá væntanlega líka plebbi í augum borgaryfirvalda.

Það hlýtur að valda hverjum manni áhyggjum að stjórnmálamenn kalli samborgara sína plebba. Hvað eru þeir með því að segja um sjálfa sig? Sjálfur þykist ég hafa smekk fyrir list og var viðstaddur opnun listasýningar Sigurbjörns Jónssonar um helgina. En þar sem sá hefur aldrei fengið styrk frá hinu opinbera var sennilega bara um plebbasýningu að ræða. Svo var sýningin bara heima hjá honum. En hrikalega smáborgaralegt!

Hvaðan hefur Stefán Jón umboð til að dæma samborgara sína jafn harkalega og hann gerir? Hvenær urðu það viðtekin sannindi að hann sé betri en við hin? Það eru kaldar kveðjur til Reykvíkinga nú rétt fyrir jól að hækka á þá álögur og hreyta í þá í leiðinni að fylgi þeir ekki R-listinni séu þeir bara annars flokks borgarar! Hafi svo einhverjir áhyggjur af stéttaskiptingu getur þá ekki verið að hún kristallist í þessari afstöðu Stefáns?

En í anda jólanna hljótum við að fyrirgefa borgarfulltrúanum hrokann og mannfyrirlitninguna sem hann sýndi okkur. Hann getur tekið af okkur peningana og smekk fyrir listum, en hann skal ekki hafa af okkur heilög jól. Plebbajól. Svo getur maður víst aðeins látið sig dreyma um þjóðfélag þar sem einstaklingarnir fá að ráðstafa peningunum sínum sjálfir og stjórnmálamenn geta keypt skopmyndir af sjálfum sér - fyrir eigin peninga.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli