Frétt

mbl.is | 28.09.2004 | 09:14Konur á Pitcairn verja sakborninga

Hópur kvenna á afskekktu Kyrrahafseyjunni Pitcairn hélt blaðamannafund í morgun og gagnrýndi réttarhöld yfir sjö karlmönnum sem hafa verið ákærðir fyrir fjölda kynferðisglæpa. Segja konurnar að það sé venja á eynni að stúlkur hafi kynmök frá 12 ára aldri. Ríkisútvarp Nýja-Sjálands segir að konurnar hafi boðað til blaðamannafundarins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en réttarhöldin hefjast á morgun. Pitcairn, sem tilheyrir Bretlandi, er afskekkt eyja, um 2160 km frá Tahítí. Hún er aðeins um 5 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir eru 47, flestir afkomendur skipverja af breska kaupskipinu Bounty sem flúðu til eyjarinnar eftir sögufræga uppreisn um borð í skipinu fyrir tveimur öldum.

„Ég var ung, en ég hélt að ég væri þroskuð og ef ég gerði þetta yrði ég stór stelpa," sagði Carol Warren við ríkissjónvarp Nýja-Sjálands. Hún viðurkenndi að hafa fyrst haft kynmök 12 ára.

Hún sagðist vona að réttarhöldin yrðu ekki löng. „Þetta er eins og mara sem hefur hvílt yfir okkur allt of lengi."

Meralda Warren sagðist einnig hafa verið mjög ung þegar hún hafði fyrst kynmök „en ég vissi hvað ég var að gera," sagði hún. „Í mínum huga hefur engum verið nauðgað á eynni svo ég viti til. Ég neita að trúa því að eitthvað slíkt hafi gerst... en auðvitað veit ég ekki allt."

Breski blaðamaðurinn Dea Birkett dvaldi á Pitcairn í nokkra mánuði og skrifaði bók um dvölina árið 1997. Þar segir hún að eyjarskeggjar myndi sambönd sem litin væru hornauga annars staðar, vegna þess að þeir eigi einskis annars úrkosti. Þannig deili systur eiginmanni, unglingsstúlkur eigi í sambandi við eldri karlmenn, konur eignist barn með nokkrum mönnum, og eignist jafnvel fyrstu börn sín 15 ára.

Nýsjálenska útvarpið sagði frá því í gærkvöldi, að sakborningarnir sjö, um helmingur fullorðinna karlmanna á eynni, hafi neitað því að lýsa sig seka. Búist er við, að málsvörn mannanna felist í því, að bresk lög gildi ekki á eynni.

26 manna hópur lögmanna og dómara frá Nýja-Sjálandi fór til Pitcairn til að stjórna dómsrannsókninni og þangað er einnig kominn hópur blaðamanna. Átta konur, sem áður bjuggu á eyjunni, munu bera vitni gegn mönnunum gegnum gervihnattasíma frá Nýja-Sjálandi.

Rannsókn málsins hófst árið 1999 eftir að ung kona á eynni bar fram kvörtun við breska lögreglukonu, sem var gestkomandi á eynni. Bresk lögregluyfirvöld hafa stýrt rannsókninni.

Eyjan var óbyggð þegar Fletcher Christian og félagar hans sem gerðu uppreisn gegn William Bligh, skipstjóra á breska kaupskipinu Bounty, komu til eyjarinnar ásamt eiginkonum sínum frá Tahítí árið 1790. Yngsta barnið á Pitcairn er afkomandi Christians og heitir Emily Rose Christian. Hún fæddist í september í fyrra og þá hafði ekki fæðst barn á eynni í 17 ár.

Lifnaðarhættir á Pitcairn eru nokkuð frumstæðir á flestra mælikvarða. Þannig er rafmagn skammtað og kaupfélagið er aðeins opið þrisvar í viku. Flestir eyjaskeggar eru aðventistar og þeir tala eigin mállýsku, sem er blanda af ensku og tungumáli sem Tahítíbúar tala.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli