Frétt

mbl.is | 03.06.2003 | 18:28Sýknaður af ákæru fyrir að smygla áfengi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað lögreglumann á Keflavíkurflugvelli af ákæru fyrir að hafa tekið við þremur áfengisflöskum, sem herlögreglumaður hafði skömmu áður keypt í verslun varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og flytja áfengið út af varnarsvæðinu í lögreglubifreið án þess að það væri tollafgreitt. Málið kom upp í nóvember sl. þegar tilkynnt var til bandarískra heryfirvalda á Keflavíkurflugvelli, að bandarískur herlögreglumaður hefði keypt nokkurt magn áfengis í versluninni Mini Mart á varnarsvæðinu þar sem hann var við skyldustörf í fylgd með íslenskum lögreglumanni. Samkvæmt tilkynningunni hafði áfengið verið flutt yfir í íslenska lögreglubifreið, sem lagt var við verslunina og henni var síðan ekið á brott.
Í framhaldi af þessu fór fram rannsókn á vegum herlögreglunnar, þar sem talið var að um gæti verið að ræða tollalagabrot og svartamarkaðsbrask og kjölfarið var íslensku lögreglunni á Keflavíkurflugvelli tilkynnt um málið.

Íslenski lögreglumaðurinn kannaðist við að hafa ásamt herlögreglumanninum verið í versluninni á þessum tíma. Sagði hann að bandaríski lögreglumaðurinn hefði keypt fjórar flöskur af áfengi sem sett hafi verið í lögreglubifreiðina og farið hafi verið með í byggingu á varnarsvæðinu, þar sem herlögreglumaðurinn býr. Íslenski lögreglumaðurinn sagðist ekkert hafa fengið af áfenginu. Í framhaldi af þessu var hann leystur frá störfum meðan málið yrði rannsakað frekar.

Herlögreglumaðurinn bar hins vegar að hann hefði látið Íslendinginn fá þrjár af flöskunum fjórum sem sá íslenski hefði síðan farið með út fyrir vallarhliðið og heim til sín. Þegar lögregla fór heim til herlögreglumannsins framvísaði hann hins vegar fjórum flöskum og sagði að þá um morguninn hefði íslenski lögreglumaðurinn beðið hann um að koma með sér og þeir ekið eftir Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Eftir að komið hafi verið fram hjá Álverinu í Straumsvík hafi þeir komið að bifreið, sem lagt hafi verið í vegjaðrinum. Út úr þeim bíl hafi komið maður með áfengisflöskur og afhent íslenska lögreglumanninum sem sagði að hann hefði látið vin sinn hafa áfengið. Herlögreglumaðurinn sagðist síðan hafa farið með áfengið heim til sín.

Íslendingurinn neitaði alfarið að ekið hefði verið með áfengið heim til hans. Þá kannaðist hann ekki við frásögn herlögreglumannsins um að þeir hafi síðar farið saman að stað skammt frá álverinu í Straumsvík til að sækja vínið og flytja það aftur upp á völl.

Í niðurstöðu héraðsdóms segir að herlögreglumaðurinn þyki hvorki nægilega staðfastur né öruggur í framburði sínum og hafi breytt framburði sínum eftir að honum var bent á hann væri í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt eða gögn frá ferilvöktun lögreglubifreiða. Maðurinn hafi verið óviss um tímasetningar og orðið margsaga um flutninginn á áfenginu og frásögn hans um ferðina að bifreið skammt frá álverinu í Straumsvík þyki fremur ósennileg. Þá verði heldur ekki litið fram hjá því að samkvæmt frásögn herlögreglumannsins notaði það hluta af áfenginu handa félaga sínum sem var í áfengiskaupabanni og því viss líkindi til þess, að hann hafi verið að kaupa áfengi fyrir þennan félaga sinn, en við því gætu legið viðurlög og því ekki útilokað að vegna þess hafi komið til þessi saga um flutninginn á áfenginu heim til íslenska lögreglumannsins.

Þótti dómnum framburður herlögreglumannsins ekki nægilega traustur til að hann ásamt öðrum gögnum í málinu nægi til að sakfella íslenska lögreglumanninn. Var hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli