Frétt

| 13.12.2000 | 11:18Gildir einungis um þá notendur sem eru með sérstaka vefsíu

Björn Davíðsson hjá Tölvuþjónustunni Snerpu á Ísafirði hafði samband vegna fréttar hér fyrr í morgun um sjálfvirka lokun á Patreksfjarðarvefnum. Hann tók fram að því færi fjarri að enginn notandi sem tengdur væri Snerpu hefði komist inn á vefinn. Þetta gilti einungis um þá sem væru með sérstaka vefsíu. „Málið snýst um það að fyrirtækið sem hýsir www.patreksfjordur.com er einnig að hýsa á sömu tölvu a.m.k. tvo klámvefi og það kom fram í máli mínu að það væri staðfest að svo væri. Þess vegna gætu þeir notendur sem nota vefsíuna ekki farið inn á vefinn“ sagði Björn.
„Við leggjum áherslu á að vefsían er ekki eitthvað sem allir notendur Snerpu nota. Um er að ræða að grunnskólar sem tengdir eru Snerpu komast ekki undan því að nota vefsíu að ósk viðkomandi skólastjóra en á vefslóðinni val.snerpa.is geta innhringinotendur sjálfir stillt hvort þeir nota vefsíuna.

Við hvetjum notendur okkar til að kynna sér þá möguleika sem vefsían gefur en hún er hluti af fjölmörgum aukaþjónustum sem áskrifendum Snerpu bjóðast án sérstaks aukagjalds. Snerpa er jafnframt fyrsta netþjónustan á Íslandi sem býður þessa þjónustu. Aðrar netþjónustur hafa sýnt því áhuga að bjóða hana líka eða álíka þjónustu. Við bendum einnig á, að þó að t.d. grunnskólum þyki ástæða til að nota vefsíu – það góð ástæða að hún er þar skylda – að eins og ég nefndi við Patreksfjarðarvefinn eru innan við eitt prómill af vefþjónum á Netinu sem eru reknir í því skyni að dreifa og hafa tekjur af sölu kláms.

Snerpa hefur tekið út skráningu vefþjónsins sem hýsir Patreksfjarðarvefinn en búast má við að hún komi inn aftur á sjálfvirkan hátt þar sem klámvefur á sama vefþjóni er enn starfræktur. Snerpa mun þó leitast við að fjarlægja skráninguna handvirkt, sé eftir því leitað til að auðvelda aðgang að Patreksfjarðarvefnum. Af sömu ástæðu verður ekki upp gefin vefslóð að klámvefnum umrædda“, sagði Björn Davíðsson.

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli